Færsluflokkur: Fjármál

Efnahagslífið bráðnar

meltdownÍ bókinni Meltdown gagnrýnir Thomas E. Woods Jr. aðgerðir stjórnvalda við að bjarga efnahagslífinu með svokölluðum björgunaraðgerðum sínum. Hann segir upphaf vandamálanna liggja hjá seðlabönkum og stjórnvöldum yfir höfuð. Í bókinni eru áleitnum spurningum velt upp, m.a. um peninga og tilgang þeirra. Einnig vara bókin Meltdown við hættunni sem fylgir því að bjarga illa reknum fyrirtækjum með miklar skuldir. Í lok bókarinnar kemur höfundur með rökstuddar en mjög róttækar lausnir á núverandi vandamálum.

Soros og framtíð fjármálamarkaða

sorosGeorge Soros er einn af fremstu fjárfestum og fjármálaspekingum okkar tíma en hann hefur einnig verið ötull við að gagnrýna núverandi fjármálakerfi og stefnur yfirvalda í efnahagsmálum. Soros eftir Robert Slater er endurbætt útgáfa af ævisögu Soros sem kom út árið 1996 en sú bók var skrifuð án upplýsinga frá Soros sjálfum en þessi bók byggir á viðtölum við nána samstarfsmenn Soros og viðtali við hann sjálfan. Bæði er fjallað um fjárfestinn Soros, hvert mat hans er á framtíð lána- og fjármálamarkaða og einnig er dreginn upp mynd af áhrifamanninum Soros en hann er áhrifmikill á vettvangi heimsmálanna.


Blóðug barátta um yfirráð

barbarians at the gate - dvdBarbarians at the Gate er hörkuspennandi mynd sem gerist á níunda áratug síðustu aldar. Allir voru að gera það gott en það nægði ekki forstjóra Nabisco sem vildi græða formúgu með því að yfirtaka fyrirtækið sjálfur. Upphefst mikil barátta um fyrirtækið sem fer langt út fyrir þau mörk sem flestir telja að geti átt sér stað í viðskiptalífinu og er titill myndarinnar lýsandi fyrir þau átök, eða villimenn við hliðið.

Barbarians at the Gate fæst á dvd disk í Skuld bókabúð ásamt öðrum spennandi dvd myndum á borð við Wall Street, sem inniheldur fræg orð Gordon Gekko: „græðgi er góð“, Enron og Boiler Room.


Eva Joly segir frá

justice under siegeJustice Under Siege eftir Evu Joly fjallar um ótrúlega rannsókn hennar á einu mesta fjármálamisferli í Frakklandi sem teygði anga sín víða um heim. Hér lýsir hún hvernig var reynt að koma í veg fyrir rannsókn hennar með ofbeldi og hótunum. Hér er á ferð saga sterkrar konu sem er knúin áfram af eigin sannfæringu og lætur ekkert aftra sér frá því að komast að sannleikanum. Eva Joly hefur verið ráðinn sérstakur ráðgjafi Íslendinga þannig að við megum búast við að sjá meira frá þessari athafnamiklu konu.

Uppruni og saga evrunnar

birth of the euroÍ The Birth of the Euro eftir Otmar Essing er fjallað um upphaf og sögu evrunnar, mikilvægi hennar og spáð fyrir um framtíð hennar. Í daga nota 318 milljónir evruna í 15 löndum og hefur evrunni tekist að festa sig í sessi sem einn af áhrifamestu gjaldmiðlunum í alþjóðlegum viðskiptum. Spurningum á borð við hvað skýri vinsældir evrunnar og hver framtíð hennar verður er svarað í bókinni.

Fjármálakóngarnir

lords of financeÞað er almennt talið að Kreppan árið 1929 hafi orðið vegna raða atburða sem hvorki menn né stjórnvöld gætu hafa afstýrt. Í Lords of Finance fjallar Liaquat Ahamed um að ákvarðarnir sem voru teknar af fáum seðlabankastjórum voru aðalástæðan efnahagshrunsins sem markaði sögu allrar 20. aldarinnar og greiddi götu seinni heimstyrjaldarinnar. Í Lords of Finance er dregin upp mynd af fjórum seðlabankastjórum sem með gjörðum sínum, bæði í starfi og einkalífi breyttu sögunni en þeir stýrðu peningamálum stærstu hagkerfa heims, þ.e. í Englandi, Þýskalandi, Frakklandi og New York.  

100 bestu viðskiptabækur allra tíma

100 best business books of all time100 Best Business Books of All Time eftir Jack Covert og Todd Sattersten var að koma út en þar er val og umfjöllun á 100 bestu viðskiptabókum sem gefnar hafa verið út. Bókinni er skipt eftir mismunandi áherslum í umfjöllunarefni, t.d. er kafli tileinkaður stjórnun, frumkvöðlafræðum, stefnumótun og markaðsmálum. Höfundar bókarinnar hafa tileinkað sér sölu viðskiptabóka síðustu þrjá áratugi og byggja val sitt á öllum þeim þúsundum bóka sem þeir hafa farið í gegnum á ferli sínum.

Kreppan framundan

great depression aheadThe Great Depression Ahead eftir Harry S. Dent fjallar um kreppuna sem er framundan og segir hann árið 2009 aðeins marka upphafið að langvarandi kreppu. Í kjölfar mestu efnahagsuppsveiflu sögunnar er komið að mestu kreppu sögunnar og sameinast hér niðursveiflur í verði á fasteignum, hlutabréfum og gæðum en hingað til hafa niðursveiflur þessara þátta ekki komið fram með svo miklum þunga á sama tíma. Harry S. Dent hefur í áratugi rannsakað sveiflur í verði hlutabréfa, fasteigna og vara hefur hann tileinkað sér greiningaraðferðir sem leyfa honum að spá fyrir hvaða áhrif þessar niðursveiflur kunna að hafa.


Fjármálakerfið sjálft er rót vandans

origin of financial crisesÍ The Origin of Financial Crises er leitað svara við spurningunni hvers vegna fjármálakreppur eigi sér stað. George Cooper höfundur bókarinnar segir fjármálakerfið ekki hegða sér í samræmi við kenningarnar um hinn fulkomna markað og fjallar um það í bókinni ásamt því að útskýra eignaverðsbólur og hlutverk Seðlabanka. George Cooper segir að óhjákvæmilega kalli nýlegt  hrun á strangari löggjöf og meiri eftirfylgni en það komi ekki til með að fyrirbyggja kreppur í framtíðinni því skýringarnar sé að finna í sjálfu fjármálakerfinu. Fjármálakrísur eru að verða algengari og áhrifameiri og því verður að vinna á rótum vandans, það er eðli fjármálakerfisins.

Algengar blekkingar stjórnenda

halo effectMikið af hugmyndum okkar um viðskipti eru blekkingar einar og skemma fyrir okkur raunverulegan skilning á hvernig rekstur virkar. Í bókinni Halo Effect fjallar Phil Rosenzweig um misskilning í viðskiptalífinu sem hefur áhrif á hvernig fjölmiðlar og skólar nálgast viðfangsefnið. Algengasta blekkingin er kölluð „Halo Effect“ sem er þegar salan og hagnaður eykst er álitið að stjórnendur séu góðir, starfsfólk gott og stefna fyrirtækisins til fyrirmyndar. Svo þegar illa gengur er lélegum stjórnendum, vanhæfu starfsfólki og lélegri fyrirtækjamenningu kennt um þegar í raun lítið sem ekkert hefur breyst.


« Fyrri síða

Um bloggið

Skuld bókabúð

Höfundur

Skuld bókabúð
Skuld bókabúð
Skuld bókabúð er fyrsta verslunin sem sérhæfir sig í sölu bóka tengdum hinum ýmsu hliðum viðskiptalífsins. Allir titlarnir sem hér er fjallað um fást í Skuld bókabúð á Laugavegi 51. Netfangið er skuld@skuld.is  Símanúmerið er: 552 0645. Heimasíða Skuldar er www.skuld.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Rússland Pútíns
  • managing energy risk
  • Hrunið
  • how the mighty fall
  • new gold standard

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband