100 bestu viðskiptabækur allra tíma

100 best business books of all time100 Best Business Books of All Time eftir Jack Covert og Todd Sattersten var að koma út en þar er val og umfjöllun á 100 bestu viðskiptabókum sem gefnar hafa verið út. Bókinni er skipt eftir mismunandi áherslum í umfjöllunarefni, t.d. er kafli tileinkaður stjórnun, frumkvöðlafræðum, stefnumótun og markaðsmálum. Höfundar bókarinnar hafa tileinkað sér sölu viðskiptabóka síðustu þrjá áratugi og byggja val sitt á öllum þeim þúsundum bóka sem þeir hafa farið í gegnum á ferli sínum.

Kreppan framundan

great depression aheadThe Great Depression Ahead eftir Harry S. Dent fjallar um kreppuna sem er framundan og segir hann árið 2009 aðeins marka upphafið að langvarandi kreppu. Í kjölfar mestu efnahagsuppsveiflu sögunnar er komið að mestu kreppu sögunnar og sameinast hér niðursveiflur í verði á fasteignum, hlutabréfum og gæðum en hingað til hafa niðursveiflur þessara þátta ekki komið fram með svo miklum þunga á sama tíma. Harry S. Dent hefur í áratugi rannsakað sveiflur í verði hlutabréfa, fasteigna og vara hefur hann tileinkað sér greiningaraðferðir sem leyfa honum að spá fyrir hvaða áhrif þessar niðursveiflur kunna að hafa.


Hver?

whoÍ metsölubókinni Who fjalla Geoff Smart og Randy Street um einfalda, praktíska og árangursríka aðferð til að ráða alltaf rétta einstaklingin til starfa. Meðal mistök í ráðningum kosta fyrirtæki milljónir og að auki fjöldan allan af töpuðum vinnustundum. Tölulegar staðreyndir sína að stjórnendur ráða einungis réttan aðila í 50% tilvika. Eftir stærstu rannsókn sem hefur verið gerð á ráðningum er hér kynnt aðferð sem gerir stjórnendum kleift að ráða til sín réttan einstakling í 90% tilvika


Skaraðu fram úr í breyttum heimi

groundswellGroundswell eftir Charlene Li fjallar um hvernig fyrirtæki og einstaklingar þurfa að aðlagast breyttum heimi sem stýrist af stöðugum nýjungum í samskiptaleiðum og upplýsingamiðlun. Fyrirtæki eru að kynna sér nýjungar á borð við blogg, YouTube, samfélagsvefi og podcast með mismiklum árangri og áhuga en með því eru þau að missa af gríðarlegum tækifærum sem felast í því að nýta sér einfaldar, ódýrar og áhrifamiklar leiðir við að koma skilaboðum á framfæri.

Finndu leiðtogann í sjálfum þér

true northVið þurfum meira á leiðtogum að halda en nokkru sinni fyrr og í True North eftir Bill George er fjallað um hvernig þú finnur leiðtogann í sjálfum þér. Bókin er líkt og áttaviti að leiðtoganum í hverjum og einum. Þú verður að kunna að lesa sjálfan þig og hlusta á hver raunveruleg markmið þín eru. Bókin er sett upp á skemmtilegan og aðgengilegan hátt og er byggð á viðtölum við 125 framúrskarandi leiðtoga. Skilgreindu gildi þín, þekktu hvað hvetur þig áfram og  hafðu fólk í kringum þig sem eflir þig.

Konur eru konum verstar

i can´t believe she did thatKonur eru konum verstar er orðatiltæki sem margir eru sammála en aðrir segja að séu fordómar. Í bókinni I can´t believe she did that fjallar Nan Mooney um þá staðreynd að konur eiga í mikilli samkeppni við aðrar konur á vinnustað og ganga oft ansi langt í baráttunni við kynsystur sínar. Mörg vandamál koma upp í samskiptum á vinnustöðum sem eiga það sameiginlegt að vera einungis milli kvenna. I can´t believe she did that skoðar samskipti kvenna á vinnustöðum frá félagslegu og menningarlegu viðhorfi. Fyrst þarf að koma auga á vandamálin til að hægt sé að vinna að lausn þeirra.


Fjármálakerfið sjálft er rót vandans

origin of financial crisesÍ The Origin of Financial Crises er leitað svara við spurningunni hvers vegna fjármálakreppur eigi sér stað. George Cooper höfundur bókarinnar segir fjármálakerfið ekki hegða sér í samræmi við kenningarnar um hinn fulkomna markað og fjallar um það í bókinni ásamt því að útskýra eignaverðsbólur og hlutverk Seðlabanka. George Cooper segir að óhjákvæmilega kalli nýlegt  hrun á strangari löggjöf og meiri eftirfylgni en það komi ekki til með að fyrirbyggja kreppur í framtíðinni því skýringarnar sé að finna í sjálfu fjármálakerfinu. Fjármálakrísur eru að verða algengari og áhrifameiri og því verður að vinna á rótum vandans, það er eðli fjármálakerfisins.

Árangur útskýrður á nýjan hátt

Outliers frontBókin Outliers eftir Malcolm Gladwell, höfund Tipping Point og Blink, leitast við að svara spurninguni, hvers vegna sumir ná meiri árangri en aðrir. Gladwell heldur því fram að ástæður árangurs séu ekki gáfur og metnaður heldur eigi að líta til umhverfis og aðstæðna fólks þegar verið að benda á ástæður þess að sumir skari fram úr. Þessi aðferð er mun flóknari en hefðbundnar skýringar á árangri en á sama tíma mun áhugaverðari. Outliers er ein af þeim bókum sem fær fólk til að sjá heiminn í nýju ljósi líkt og bækurnar Blink og Tipping Point.

Laðaðu fram það besta í fólki

bringing out the best in peopleBringing Out the Best in People eftir Aubrey C. Daniels er leiðarvísir að því hvernig á að hvetja fólk því jákvæð hvatning leiðir til betri afkasta og starfsandinn verður betri og því er allt að vinna. Í Bringing Out the Best in People er bent á leiðir til að hvetja starfsmenn og hvernig nauðsynlegt er að sníða hana að þörfum hvers og eins. Einnig er bent á í bókinni hvernig hægt er að innleiða mælingar á frammistöðu sem virka með litlum tilkostnaði og litlu vinnuframlagi. Hvatt er til stöðugrar endurgjafar svo starfsmenn viti sjálfir hvernig þeir eru að standa sig og hvernig þeir geti bætt sig.


Leiðarvísir fyrir frumkvöðla

rules for revolutionariesSkapaðu eins og guð, stýrðu eins og kóngur og starfaðu eins þræll eru skilaboð bókarinnar Rules for Revolutionaries eftir einn helsta sérfræðing frumkvöðlafræðanna, Guy Kawasaki. Hér fjallar hann um hvernig eigi að skapa og markaðssetja nýja vöru eða þjónustu. Það tekst eingöngu með því að taka stjórnina og geta tekið erfiðar en ígrundaðar ákvarðanir sem leiða til betri árangurs. Einnig er mikilvægt að undirbúa sig fyrir erfiða vinnu og mikið af henni. Til að fara frá byltingu að markmiði þarf að kynna sér aragrúa af upplýsingum um iðnaðinn, viðskiptavinina og samkeppnina og svo þarf að nýta þessar upplýsingar til áframhaldandi þróunar og miðla þeim áfram.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skuld bókabúð

Höfundur

Skuld bókabúð
Skuld bókabúð
Skuld bókabúð er fyrsta verslunin sem sérhæfir sig í sölu bóka tengdum hinum ýmsu hliðum viðskiptalífsins. Allir titlarnir sem hér er fjallað um fást í Skuld bókabúð á Laugavegi 51. Netfangið er skuld@skuld.is  Símanúmerið er: 552 0645. Heimasíða Skuldar er www.skuld.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Rússland Pútíns
  • managing energy risk
  • Hrunið
  • how the mighty fall
  • new gold standard

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 459

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband