Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
1.10.2008 | 12:25
Úlfurinn á Wall Street
Á daginn græddi hann mörg þúsund Bandaríkjadali á mínútu, á kvöldin eyddi hann þeim eins hratt og hann gat í skemmtanir. Í The Wolf of Wall Street segir Jordan Belfort frá eigin frama og falli en aðeins 26 ára varð hann milljónamæringur af viðskiptum með hlutabréf. 10 árum síðar hafði hann verið kærður fyrir fjársvik. Mjög góð, spennandi og hreinskilin frásögn einnar af skærustu stjörnum Bandarísks viðskiptalífs um lífernið, óheiðarlegu viðskiptin og fallið í kjölfarið.
30.9.2008 | 16:12
Sigurvegarinn tekur allt
The Winner Take All fjallar um hvernig samkeppnishæfni þjóða hefur áhrif á hver staða þeirra verður til framtíðar og þar með örlög þeirra á alþjóðavísu. Winner Take All segir okkur hvað þjóðir þurfi að hafa til að ná samkeppnisforskoti og hvernig þurfi að endurvekja eða skapa hugsunarhátt meðal þjóða til að standa sig í harðri samkeppni við aðrar þjóðir. T.d. er almennt talið að Bandaríkin hafi tapað framleiðslu til Asíu vegna ódýrs vinnuafls en samkvæmt Richard J. Elkus, höfundi Winner Take All, eru þau að missa vægi á alþjóðavísu til Asíu því ríkin þar eru að spila annan leik með allt öðrum reglum. Þessi bók er nauðsynleg lesning fyrir þá sem vinna að stefnumótun á alþjóðavísu hvort sem er fyrir alþjóðleg fyrirtæki, hið opinbera eða alþjóðastofnanir.
29.9.2008 | 11:24
Gefið og þér munið þiggja
Flestum finnst mikil þversögn felast í þeim orðum að lykillinn að árangri felist í því að gefa en á móti kemur að það gengur ekki öllum vel. The GO-Giver fjallar um Joe sem þráir ekkert heitara en að ná árangri í lífinu en alveg sama hversu mikið hann leggur á sig hann virðist alltaf fjarlægjast markmiðum sínum. Joe þiggur ráðleggingar hjá manni sem kynnir hann fyrir fólki sem hefur náð markmiðum sínum en ekki með því að þiggja heldur með því að gefa og fylgja eftir fimm lögmálum sem Go-Giver fjallar um. Með því að auðga líf annarra hafa þeir náð markmiðum sínum. Gefið og þér munið þiggja.
25.9.2008 | 13:02
Af hverju kaupir fólk 20 dollara á 207 dollara?
Sway fjallar um hvað býr að baki óskynsamlegri heðgun, t.d. hvernig fær háskólaprófessor nemendur sína í MBA námi alltaf til að kaupa 20 dollara seðil af sér á miklu hærra verði en 20 dollara og hæsta verðið sem 20 dollararnir hafa farið á eru 207 dollarar. Fólk leggur meira á sig til að koma í veg fyrir tap en að hagnast og oft gengur það mjög langt til að koma í veg fyrir lítið tap. Utanaðkomandi þættir geta leitt til þess að skynsamt fólk tekur mjög óskynsamlegar ákvarðanir.
24.9.2008 | 14:27
Fjárfestu eins og Buffett og Soros
Warren Buffett og George Soros byrjuðu með báðar hendur tómar en hafa báðir grætt gríðarlega á fjárfestingum og eru í dag meðal þeirra ríkustu í heimi. Fjárfestingastefnur þeirra virðast við fyrstu sýn mjög ólíkar svo að hvað geta þeir átt sameiginlegt? Þeirri spurningu svarar Mark Tier í bókinni Winning Investment Habits of Warren Buffett & George Soros þar sem hann bendir á hvernig þeir hegði sér eins og hvað sé líkt með fjárfestingastefnum þeirra sem þeir nýta út í ystu æsar. Buffett og Soros eiga það einnig sameiginlegt að óhefðbundnar leiðir sem vekja ávallt athygli og eru þvert á það sem almennt er talið skynsamt.
23.9.2008 | 13:21
Breyttu því hvernig þú hugsar

22.9.2008 | 11:52
Taktu réttari ákvarðanir á auðveldan hátt
Metsölubókin Blink fjallar á mjög skemmtilegan og nýstárlegan hátt hvernig við eigum að einfalda ákvarðanatöku og á sama tíma taka réttari ákvarðanir. Blink fjallar um þá mikilvægu þætti sem hafa áhrif á ákvarðanatöku okkar og byggir á niðurstöðum margra ólíkra tilrauna. Niðurstöður Malcolm Gladwell, höfundar Blink, eru að þeim sem tekst útiloka ytri þætti sem hafa ekki áhrif á upplýsingarnar sem liggja fyrir, taka oftast betri ákvarðanir en þeir sem taka ákvarðanir eftir að hafa vegið og metið alla mögulega þætti. Malcolm Gladwell er einnig höfundur metsölubókarinnar The Tipping Point.
21.9.2008 | 13:56
Áttundi lykillinn að velgengni
Dr. Covery kynnir hér til sögunnar fjögur mismunandi hlutverk hins nýja leiðtoga, stefnumótun, feta réttar leiðir, samhæfing og hvatning og hvernig þessi kostir geta breytt þér og fyrirtækinu. Hann útskýrir einnig hvernig fyrirtæki geta misst traustið og hvað það er mikilvægt hverju fyrirtæki að endurvekja traust ef það ætlar að lifa af. Covery leiðbeinir einnig fólki hvernig það á að framkvæma langanir sínar og hvernig það getur breytt fólki og fyrirtækjum.
20.9.2008 | 11:59
Stjórnir sem skila sína
Boards That Deliver fjallar um hvernig góðir stjórnunarhættir eru nýttir til að skapa samkeppnisforskot í stað þess að vera kvöð á fyrirtækinu. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Þessi bók ætti að vera skyldulesning fyrir alla þá sem sinna því ábyrgðarmikla hlutverki að sitja í stjórnum fyrirtækja eða stýra fyrirtækjum í dag. Ram Charan höfundur bókarinnar hefur hátt í fjögurra áratuga reynslu í ráðgjafastörfum fyrir fyrirtæki á borð við Bank of America, General Electric og Verizon.
19.9.2008 | 12:12
Stjórnaðu til árangurs
Með stöðugt harðandi samkeppni skiptir stefnumótun sífellt meira máli. Þrátt fyrir að flestir séu sammála þessu eru ná fyrirtæki ekki að koma stefnumótuninni nægjanlega vel í verk. Afleiðing þess verður svo lakari fjárhagslegri afkoma en áætlanir gera ráð fyrir. Dr. Robert Kaplan og David Norton, höfundar Execution Premium er með virtustu hugsuða á sviði stjórnunarvísinda um þessar mundir. Balanced Scorecard kerfið eða svokallað skorkort er eitt það besta sinnar tegundar til að samtvinna aðgerðir fyrirtækja við stefnu þeirra og markmið. Skorkortið hjálpar og einfaldar stjórnendum að fá skýra sýn á stefnu fyrirtækja og samstilla starfsfólk, viðskiptaeiningar og auðlindir undir eina stefnu.
Um bloggið
Skuld bókabúð
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar