Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Komdu þér í gott form, fjárhagslega

total money makeoverThe Total Money Makeover býður skotheldar lausnir fyrir einstaklinga við að losna undan skuldafargi og þeim áhyggjum og stressi sem því fylgir. Í Total Money Makeover útskýrir Dave Ramsey hvernig fjárhagslegri heilsu getur verið náð á mjög einfaldan og aðgengilegan hátt með líkingamáli úr líkamsræktinni. Margir eru vanir því að vinna eftir fyrirfram ákveðnum kerfum vinna að koma sér í gott líkamlegt form en hér kynnir Dave Ramsey kerfi til að ná góðu formi fjárhagslega.  

Jákvæð hugsun sigrar allt

power of positive thinkingSjaldan er góð vísa of oft kveðin eins og sannast með boðskap bókarinnar, The Power of Positive Thinking sem hefur selst í yfir fimm milljónum eintaka. Lærðu að hugsa jákvætt og  horfa á björtu hliðarnar því þá leysist úr læðingi orka sem kemur þér áfram á þann stað sem þú vilt vera í lífinu. Með réttu hugarfari geturðu betrumbætt eða breytt aðstæðunum sem þú ert í núna og haft stjórn á umhverfinu í stað þess að stjórnast af því.  

Úr öskunni

out of the ashesFæstir stjórnendur eru vanir því að þurfa að endurskipuleggja rekstur fyrirtækja algjörlega frá grunni en Out of the Ashes er leiðarvísir um hvernig eigi að byggja upp fyrirtæki sem hafa farið í gjaldþrot eða nánast orðið gjaldþrota.  Í Out of the Ashes er fylgst með stjórnendum SN Brussels Airlines sem reistu félagið úr öskunni af öðru flugfélagi. Out of the Ashes lýsir árangursríkum viðsnúningi í rekstri SN Brussels Airlines sem skilaði hagnaði strax á öðru rekstrarári en félagið byrjaði með mjög takmarkað eigið fé. Farið er í gegnum stefnumótunina og framkvæmdina sem þarf til að snúa fyrirtækjum á réttar brautir og einnig er útskýrt hvernig á að halda áfram á réttu brautinni í stað þess vera aðeins að lengja líftíma fyrirtækisins til skammri tíma.


Hamfara kapítalismi

shock doctrineNaomi Klein, blaðamaður og höfundur Shock Doctrine, hefur kynnt til sögunnar hugtakið „hamfara kapítalismi.“ Hvort sem hún var að skrifa um Írak, Sri Lanka eftir Tsunami eða New Orleans eftir Katrina, varð hún alltaf vitni að því að af fólk sem var að jafna sig eftir mikil áföll fengu enn eitt áfallið en það var í efnahagslegt áfall þar sem það missti heimili sín og landareignir til stórfyrirtækja. Shock Doctrine segir frá útbreiddustu hugmyndafræði okkar tíma þar sem frjálsir markaðir ráða ferðinni og hvernig ofbeldi hefur fengið fram að ganga undir merkjum kapítalisma allt frá Suður Ameríku og Austur Evrópu til Suður Afríku, Rússlands og Írak.

Nýttu styrkleika þína

Strengths finderGerirðu það sem þú gerir best á hverjum degi? Flestir geta ekki svarað framangreindri spurningum með já og eru sífellt að hugsa til skamms tíma í stað þess að hugsa um að hámarka styrkleika sína til lengri tíma. Árið 2001 var gefin út af Gallup bókin „Discover Your Strengths“ sem hjálpaði milljónum manna að finna styrkleika sína. StrenghtsFinder 2.0 hjálpar þér að finna styrkleika þína og breyta viðhorfi þínu til sjálfs þíns og umhverfis til frambúðar.

Hvernig komumst við hjá kreppunni?

 Crash Proof

Við stöndum frammi fyrir alþjóðlegri kreppu í dag og í Crash Proof er farið yfir hvaða áhrif það hefur og hvernig fjárfestar geti varið sjálfa sig fyrir áföllum. Crash Proof er vel skrifuð og fróðleg aðvörn um komandi tíma með hærri sköttum, rýrnun á ellilífeyrissparnaði, tveggja stafa verðbólgu og jafnvel hruni miðstéttar eins og við þekkjum hana í dag. Crash Proof bendir einnig á hvernig hægt er að verja sig fyrir erfiðleikunum sem eru framundan næstu árin.


Krísu snúið í tækifæri

only the paranoid surviveÍ Only the Paranoid Survive segir fyrrverandi forstjóri Intel, Andy Grove, frá því hvaða hugmyndafræði og stefnumótun hann notaði þegar stýra þurfti Intel í gegnum þær krísur sem Intel stóð frammi fyrir undir hans stjórn.  Í bókinni segir Andy Grove frá því hvernig hann náði að halda einbeitingunni þegar allt fór á versta veg og fyrirtækið varð að bregðast við nýjum aðstæðum nánast á einni nóttu. Ef vel er haldið á spöðunum er hægt að vinna markaðshlutdeild og koma fram á sjónarsviðið mun sterkari en áður á umrótstímum.  


Heit, flöt og troðin

hot, flat and crowdedNýjasta bók metsöluhöfundarins og blaðamannsins Thomas L. Friedman, Hot, Flat and Crowded er ögrandi og fersk nálgun á stöðu heimsmála í dag og hvað býður okkar. Í bókinni fjallar hann um stærsta vandamálið sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir en það er að uppfylla sívaxandi orkuþörf á umhverfisvænan hátt. Samkvæmt spám Friedman þarf að leggja allt kapp á að finna lausnir fyrir komandi ár og áratugi, ekki sé eftir neinu að bíða. Thomas L. Friedman hefur m.a. skrifað bækurnar The World is Flat og The Lexus and the Olive Tree, sem hafa selst í milljónum eintaka. Bækur Thomas L. Friedman eru vel ígrunduð umfjöllun um stöðu heimsmála á aðgengilegu máli og hefur Friedman reynst mjög sannspár á þróun heimsmála í skrifum sínum.

Þess má geta að Hot, Flat and Crowded er fyrsta bókin í bókaklúbbi Skuldar en skráning í klúbbinn fer fram á skuld@skuld.is.


Skemmtun með tilgang

corporate events & business entertainingHluti af starfi flestra innan fyrirtækja er að sækja ýmsar atburði og uppákomur á vegum fyrirtækjanna sjálfra eða tengdra aðila og mjög misjafnt er hversu miklum árangri svona atburðir skila. Í The Executives´s Guide to Corporate Events & Business Entertaining er sagt frá því hvernig er hægt að fá sem mest út úr þessum atburðum þar sem bæði er verið að sóa dýrmætum tíma og peningum ef svona tækifæri eru látin fara til spillis. Með réttri framkomu geturðu náð góðum árangri í mikilvægum málefnum á borð við að koma fyrirtæki þínu á framfæri, stofnað til nýrra viðskiptasambanda og aukið hollustu viðskiptavina þinna og hvernig á að mynda nánari tengsl við núverandi viðskiptavini. Góð lesning fyrir þá sem vilja fá sem mest út úr tíma sínum og einnig þá sem vilja réttlæta áframhaldandi partý fyrir samstarfsfélögum sínum.


Dómsdagsspár

Financial armageddonFinancial Armagedddon fjallar um fjármálakrísuna sem fer ekki framhjá neinum þessa dagana en Michael J. Panzner var einn af þeim fáu sem spáði fyrir um krísuna í samnefndri bók í mars 2007 og er hér um að ræða nýja uppfærða útgáfu þeirrar bókar. Hér útskýrir hann aðdragandann og af hverju staðan sé eins slæm og raun ber vitni. Michael J. Panzner vann í áratugi í fjármálageiranum og hefur unnið fyrr fyrirtæki á borð við HSBC, sjóði George Soros, ABN Amro og J.P. Morgan Chase. Þeir sem vilja vita hvað gerist næsta þurfa að lesa bókina.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skuld bókabúð

Höfundur

Skuld bókabúð
Skuld bókabúð
Skuld bókabúð er fyrsta verslunin sem sérhæfir sig í sölu bóka tengdum hinum ýmsu hliðum viðskiptalífsins. Allir titlarnir sem hér er fjallað um fást í Skuld bókabúð á Laugavegi 51. Netfangið er skuld@skuld.is  Símanúmerið er: 552 0645. Heimasíða Skuldar er www.skuld.is
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Rússland Pútíns
  • managing energy risk
  • Hrunið
  • how the mighty fall
  • new gold standard

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband