Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
29.8.2008 | 12:22
Engin þjónusta er besta þjónustan

28.8.2008 | 12:46
Kreppan frá A til Ö
Charles Morris, höfundur The Trillion Dollar Meltdown, er ekki að fegra hlutina og í þeirri bók dregur hann vægast sagt upp dökka mynd af stöðu efnahagsmála í dag. Í bókinni er farið yfir sögu efnahagsmála í Bandaríkjunum ásamt því að útskýra ítarlega yfirstandandi lánsfjárkreppu á fjármálamörkuðum.
23.8.2008 | 12:29
Látið hugmynd verða að veruleika
The Art of the Start fer í gegnum fyrstu og mikilvægustu skrefin þegar nýrri vöru, þjónustu eða nýju fyrirtæki er ýtt úr vör. Á bókin við hvort sem ætlunin er að koma á fót næsta Microsoft eða góðgerðarstofnun sem á að breyta heiminum. The Art of Start leiðbeinir stjórnendum að leysa úr læðingi frumkvöðlakraftinn í rótgrónum fyrirtækjum og að hlúa að og viðhalda sköpunargleði, sem er nauðsynleg hverju fyrirtæki sem ætlar að skara framúr. The Art of the Start kennir einnig hvernig á að velja vörumerki, ráða fólk, ná samböndum, ná til viðskiptavina og skapa áhuga á því nýja. Ef þú hefur hugmyndina er The Art of the Start bókin sem gerir hugmyndina að veruleika.
Viðskipti og fjármál | Breytt 25.8.2008 kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 11:54
Tígurinn og drekinn - Indland og Kína
Growling Tiger, Roaring Dragon fjallar um stöðu Indlands og Kína og stöðu þessara landa í alþjóðlegu samhengi. Indland og Kína eru lík lönd að því leiti að þau voru áður stórveldi og íbúafjöldinn er gríðarlegur en hvorugt landið hefur verið efnahagslegt stórveldi undanfarið. Þessir tímar eru þó að breytast því að allt stefnir í að þessi ríki verði mjög áhrifamikil í alþjóðlegu samhengi. Í bókinni eru farið yfir kosti og galla hvers lands fyrir sig og hverjir framtíðarmöguleikar þeirra eru.
20.8.2008 | 12:16
Fyrstu 90 dagarnir skipta öllu máli
Hvort sem um ræðir einhvern sem er að byrja með fyrirtæki, snúa við eldra fyrirtæki eða að stýra nýrri einingu segja fyrstu 90 dagarnir til um hvort nýi stjórnandinn slái í gegn eða mistakist. Bókin er aðgengilegur leiðarvísir að því hvernig á að takast á við nýtt hlutverk á árangursríkan hátt. First 90 Days sýnir hvernig eigi að læra að þekkja ný fyrirtæki, búa til öflug teymi, skapa samstöðu, ná markmiðum á skömmum tíma og leggja grunninn að árangri til lengri tíma. Að auki bendir Watkins á mistökum sem eru algeng meðal nýrra stjórnenda og hvernig fólk eigi að vernda sjálft sig, bæði persónulega og faglega á krefjandi tímum.
19.8.2008 | 11:43
Vænlegir fjárfestingakostir í Rússlandi en varúðar er þörf
Á síðustu 15 árum hefur Rússland verið að auka áhrif sín á alþjóðlegum mörkuðum og hefur landið laðað að erlenda fjárfesta. Out of the Red gefur góða innsýn í hvað er að gerast í Rússlandi af John Connor. Hann fjallar um markaði meðal annars fyrir hrávöru, orku og fasteignir og gefur bæði góðar lýsingar á einkenni hvers markaðar fyrir sig sem og sögu þeirra ásamt góðum ráðum um hvernig eigi að fjárfesta á þessum mörkuðum. Connor telur Rússland bjóða upp á marga vænlega fjárfestingarkosti en varar við óstöðugleika t.d. varðandi gjaldmiðil landsins sem og ótryggt ástand í stjórnmálum, sem mikilvægt er að hafa í huga áður en látið er til skarar skríða.
18.8.2008 | 11:54
Góðir stjórnendur tryggja samkeppnisforskot
Fleiri og fleiri stjórnendur hafa reynst vanhæfir á síðustu misserum og raunverulega vöntun er á góðum stjórnendum. Vegna þessa hafa fyrirtæki ekki náð að standast þær væntingar sem hafa verið gerðar til þeirra samkvæmt Ram Charan. Í Leaders at All Levels sýnir metsöluhöfundurinn Ram Charan fram á það að árangursríkustu fyrirtækin meta það svo að góðir stjórnendur séu það mikilvægasta til að ná samkeppnisforskoti. Síðast en ekki síst fjallar svo Leaders at all Levels um hvernig góðir stjórnendur kalla fram það besta í öðrum stjórnendunum innan saman fyrirtækis.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2008 | 13:27
Dýrlingar og þrjótar í viðskiptaheiminum
Í bókinni Good Guys & Bad Guys er skyggnst bakvið tjöldin með dýrlingum og þrjótum í viðskiptaheiminum og sá sem lyftir tjaldinu er Joe Nocera, viðskiptablaðamaður hjá New York Times. Viðskipti geta verið mjög dramatísk og stolt, sjálfsálit og hefnd geta ráðið framvindu mála. Í Good Guys & Bad Guys er kannað hvernig góðir og slæmir aðilar eru skilgreindir í viðskiptum og niðurstaðan er að hlutirnir eru oft ekki eins og þeir líta út fyrir að vera.
13.8.2008 | 12:18
Útrýmum fátækt
Muhammad Yunus, friðarverðlaunahafi Nóbels 2006, stofnandi Grameen Bank og hugsuðurinn á bakvið micro-credit kerfið, skrifar hér um hugmynd sína um nýtt viðskiptamódel sem samtvinnar krafta frjálsra markaða og vonina um mannvænni heim. Með þessu telur hann að hægt sé að útrýma fátækt. Í bókinni segir Muhammad Yunus einnig sögur fyrirtækja sem eru að vinna að því nú þegar að sameina frjálsa markaði og mannúðarstörf.
12.8.2008 | 12:32
Banki fátæka fólksins
Muhammad Yunus, friðarverðlaunahafi Nóbels 2006, setti á fót Grameen Bank í Bangladesh sem sérhæfði sig í smáum lánveitingum til fátækasta fólksins. Peningana átti svo að nota í að stofna fyrirtæki til að bjarga þeim frá fátækt. Í dag eru svokallað micro-credit kerfið eða smálánakerfið, sem Grameen Bank byggði á, starfrækt í einum 60 löndum og hefur bjargað mörgum frá sárri fátækt. Banker to the Poor segir frá Grameen Bank, hugmyndafræðinni á bakvið hann og hverju hann hefur skilað.
Um bloggið
Skuld bókabúð
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar