Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Síðustu droparnir af olíu

end of oilAllir sem nota olíu ættu að lesa þessa bók, sem þýðir að allir ættu að lesa hana. Olíuverð hefur ótrúleg áhrif á fjárhag flestra okkar og virðist afl olíunnar ótakmarkað. En þar sem um óendurnýjanlega auðlind er að ræða er gert ráð fyrir að olíubirgðir heimsins dugi aðeins í tugi ára til viðbótar. Í End of Oil fjallar Paul Roberts um olíu frá mörgum hliðum og þá orkugjafa sem koma til með að taka við af olíunni. Viðmælendur hans mjög fjölbreyttir og er eftirmálinn nýlega uppfærður.


Heilagar kýr drepnar

killing sacred cowsKilling Sacred Cows er skyldulestur fyrir einstaklinga sem ætla að ná markmiðum sínum og vilja læra af þeim auðugu, draga í efa almennar kenningar um fjármál, fylgja ekki gagnrýnislaust almenningsálitinu og þrá innihalds- og árangursríkt líf. Killing Sacred Cows er fyrir þá sem eru fjárhagslega tengdir lífi sínu og framtíð sinni en vilja komast lengra. Lærðu að fjárfesta á öruggari hátt og á þann veg að fjárfestingar þínar beinist að því sem þú hefur þekkingu og áhuga á því þannig er fjármunum þínum best varið.


Já er eina rétta svarið

yesYes inniheldur 50 vísindalega sannaðar aðferðir við að fá fólk á þitt band og sannfæra það um að þú hafir rétt fyrir þér. Það sem betra er, er að Yes styðst við nýjustu rannsóknir um hvernig við hugsum og hegðum okkur. Mannkynið er áhrifagjarnt og þegar við sjáum aðra gera eitthvað, langar okkur að gera nákvæmlega það sama. Bókin Yes úrskýrir bæði, hvers vegna sumar áróðursherferðir virka eins vel og raun ber vitni, og aðrar eru dæmdar til að mistakast frá byrjun.


Skoppaðu eins og þú eigir lífið að leysa

BounceAlmenn þekking segir þér að það sé alltaf eitthvað hægt að læra af mistökunm. Barry Moltz, höfundur Bounce, er ekki sammála þessu. Sum mistök eru hreinlega mistök og ber að túlka og afgreiða sem slík. Bounce útskýrir hvernig velgengni og slæmir tímar eru eðlilegur hluti af lífsskeiði fyrirtækja og að árangur til lengri tíma sé mikilvægari en skammtíma sjónarmið. Að vinna stríðið er takmarkið en ekki hver einasta orrusta sem verður á vegi þínum. Bounce sýnir hvernig á að byggja upp fyrirtæki sem þolir skoppið til lengri tíma því fyrirtæki þurfa virkilega að geta skoppað ef þau ætla að lifa af.


Ríkasti maður veraldar

Buffett, the making of anBuffett byrjaði með báðar hendur tómar og er í dag ríkasti maður veraldar. Fáar persónur eru jafn þekktar og umtalaðar í viðskiptaheiminum og Warren Buffett enda fer hann ekki hefðbundar leiðir í fjárfestingum. Margir reyna að feta í fótspor hans og er fjárfestingastefna hans útskýrð í Buffett, the making of an American Capitalist Roger Lowenstein, höfundur Buffet, the making of an American Capitalist hafði aðgang að Buffett, vinum hans og fjölskyldu í þrjú ár og lýsir hér hvaða persónu Buffett hefur að geyma.


Enn ein staðfestingin á upprisu nördanna

PixarThe Pixar Touch er saga tæknibyltingarinnar sem gjörbreytti teiknimyndunum og tölvugerðum myndum. Saga Pixar hefur verið ótrúleg og er þetta fyrsta bókin um fyrirtækið, sem hefur breytt kvikmyndaiðnaðinum. Skemmtileg saga um tölvunördana sem gerðu Pixar að því sem það er í dag og er enn ein staðfestingin á upprisu nördanna.


Einkenni framúrskarandi stjórnenda

First break all the rulesÍ metsölubókinni, First, Break All the Rules, kynna þeir Marcus Buckingham og Curt Coffman, starfsmenn Gallup Organization, stórmerkilegar niðurstöður rannsókna á fremstu stjórnendum í dag. Buckingham og Coffman útskýra hvernig góðir stjórnendur velja hæfileikaríka starfsmenn í stað þeirra reynslumeiri, hvaða kröfur stjórnendur setja, hvernig þeim tekst að hvetja mismunandi fólk á mismunandi hátt og hvernig framúrskarandi stjórnendur finna réttan stað fyrir hverja persónu í stað þess að setja þá á rétt þrep í fyrirtækinu.


Tækifæri sem fela í sér mikla áskorun

Doing business in IndiaAð stunda viðskipti í Indlandi býður bæði upp á gífurleg tækifæri en felur einnig í sér mikla áskorun. Doing business in India skoðar gaumgæfilega þróun Indlands sem einn að leiðandi aðilum í alþjóðahagkerfinu og hvað þarf til að ná árangri í indversku viðskiptalífi. Í bókinni er farið yfir stjórnmálaumhverfið, efnahagsumhverfið og samfélagið og hvaða tækifæri og hömlur umhverfið hefur fyrir erlenda fjárfesta. Einnig eru gefnar leiðbeiningar um árangursríka stefnur fyrir erlenda fjárfesta í Indlandi. Raunveruleg dæmi um árangur og mistök í fjárfestingum í Indlandi eru einnig tekin.


10 mistök sem flestir gera í viðskiptum

ten commandments of business failureTen Commandments for Business Failure er eftir Donald Keough, fyrrverandi forstjóra Coca Cola Company og fjallar hann um 10 atriði sem á að forðast í viðskiptum. Donald Keough segist ekki vita hvað þurfi til að vera árangursríkur í viðskiptum þrátt fyrir yfir sex áratuga reynslu af stjórnunarstörfum en aftur á móti sé hann sérfræðingur í hvað eigi ekki að gera. Ef þú vilt komast hjá því að gera alvarleg en algeng mistök sem stjórnandi er þetta bókin fyrir þig.

Láttu ráðleggingar þínar heyrast

why should the boss listen to youViltu verða ráðgjafi sem hlustað er á og tekið mark á? Í Why Should the Boss Listen to You eru aðferðir til að koma ráðleggingum sínum á framfæri við yfirmenn sína og þá sem óskað er eftir að ná til. Sjö lykilatriði eru tiltekin í bókinni til að ná áheyrn sem ráðgjafi, m.a. að vinna traust viðkomandi, hugsa stefnumiðað og að ráðleggja á uppbyggilegan og praktískan hátt. Bókin hentar bæði fyrir þá sem sinna ráðgjafastörfum og eins þeim sem ætla sér að ná eyrum annarra með sínum ráðleggingum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skuld bókabúð

Höfundur

Skuld bókabúð
Skuld bókabúð
Skuld bókabúð er fyrsta verslunin sem sérhæfir sig í sölu bóka tengdum hinum ýmsu hliðum viðskiptalífsins. Allir titlarnir sem hér er fjallað um fást í Skuld bókabúð á Laugavegi 51. Netfangið er skuld@skuld.is  Símanúmerið er: 552 0645. Heimasíða Skuldar er www.skuld.is
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Rússland Pútíns
  • managing energy risk
  • Hrunið
  • how the mighty fall
  • new gold standard

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband