Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hćfileikar eru ofmetnir

talent is overratedEin vinsćlasta grein sem hefur birst í tímaritinu Fortune í mörg ár var „What It Takes to Be Great“ eftir Geoff Colvin sem nú hefur ţróast í bókina, Talent is Overrated. Geoff Colvin kom međ nýjar sannanir á ţví ađ framúrskarandi einstaklingar, allt frá Tiger Woods til Winston Churchill, fćđast ekki svona heldur er ţađ áratuga vinna og sjálfsagi sem skiptir sköpum. Ţađ skiptir einnig gríđarlega miklu máli ađ gera hlutina rétt, lćra af mistökum og sífellt ađ reyna ađ verđa betri í hverju ţví sem ţú tekur ţér fyrir hendur, ţví ţannig nćst framúrskarandi árangur. 

Mađurinn sem gleymdist í kreppunni

forgotten manThe Forgotten Man sýnir nýja hliđ á kreppunni miklu en bókin segir sögur venjulegra einstaklinga og hvernig mörgum tókst ađ skapa eitthvađ jákvćtt úr ađstöđunni međ frumkvćđi og leiđtogahćfileikum. Sumir einstaklingarnir voru ţekktir, t.d. stofnandi Alcholics Anonymous en hann vildi sýna fram á ađ lítil samfélög gćtu hjálpađ sér sjálf og Father Divine, sem leiddi ţúsundir í gegnum kreppuna međ predikunum sínum og gospelsöngvum.

Annađ fréttabréf Skuldar komiđ út

Fréttabréf nóvember síđa 1Annađ fréttabréf Skuldar er komiđ út, međal efnis er umfjöllun um nýja og spennandi titla í Skuld, bók mánađarins í viđskiptabókaklúbbi Skuldar og mest seldu bćkurnar. Hér er linkur á fréttabréfiđ: http://bokabudin.is/frettabref/nov2008.pdf

Leiđin ađ betri samskiptum

art and science of communicationThe Art and Science of Communcation er góđur leiđarvísir ađ árangursríkum samskiptum sem eru talin vera lykillinn ađ árangri, bćđi í einkalífinu og á vinnustađ. Hversu góđur ţú ert í ađ tjá ţig og skilja ađra rćđur ţví miklu um örlög ţín. Í bókinni er sett fram sjö ţrepa módel sem tekur á öllum hliđum mannlegra samskipta og međ ţeirri nálgun er hćgt ađ eiga betri samskipti hvar sem eru, viđ hverja sem er og undir hvađa kringumstćđum sem er.

Vertu betri stjórnandi

betrunBetrun eftir Ţór Sigfússon, fjallar um hvernig bćta megi stjórnun međ ţví ađ lćra af mistökum. Hér segir Ţór frá reynslu sinni sem forstjóri Sjóvá og segir frá mistökum sem hann hefur gert ţegar hann lítur um öxl. Ţór hefur víđtćka stjórnunarreynslu og einnig kemur glögglega í ljós í bókinni einskćr áhugi hans á stjórnun og fjallar hann um margar af áhugaverđustu stjórnunarbókum síđustu ára í bókinni. Bókin er góđ og áhugaverđ lesning og einkennist af heiđarlegri og opinskárri frásögn nútíma stjórnanda, sem ekki er algent ađ sjá á Íslandi.

Um ţvćlu

on bullshitOn BullShit eftir Harry G. Frankfurt er um ţvćlu, sem er helsta einkenni menningar okkar og hvernig allir virđast vita af ţví og samţykkja hana. Hér eru skilgreint hvađ ţvćla er, hvers vegna hún er til stađar og hvers vegna allir sćtta sig viđ ţađ. Einnig fjallar Harry G. Frankfurt um muninn á lygum og ţvćlum og veltur fyrir sér hvers vegna viđ ţrífumst á ţvćlu. Frábćr lesning sem er mjög viđeigandi um ţessar mundir.  

Ţörfin fyrir breytingar ţarf ađ vera öllum ljós

sense of urgencyFyrsta skrefiđ ađ árangursríkum breytingum er ađ sýna fram á nauđsyn ţeirra og fá starfsfólk til ađ sjá og finna raunverulega ţörf fyrir breytingar. En af hverju ađ einblína á ţörfina? Í Sense of Urgency heldur John Kotter ţví fram ađ án ţarfarinnar séu breytingar dćmdar til ađ mistakast frá upphafi. Raunveruleg ţörf heldur fólki ákveđnu í ađ halda áfram og sigra, núna. Starfsmenn mćta til vinnu daglega stađráđnir í ţví ađ áorka einhverju mikilvćgu og sinna ekki óţarfa verkefnum til ađ vinna hrađar og af meiri árangri enda sjá ţćr tćkifćrin sem breytingarnar hafa í för međ sér. A Sense of Urgency er eftir John Kotter sem er ţekktur fyrir bćkur sínar, Leading Change, Heart of Change og Our Iceberg is Melting sem fjalla allar um árangursríka breytingastjórnun. 

Ástćđur hamfaranna

financial shockHamfaraástand ríkir nú á alţjóđlegum fjármálamörkuđum vegna undirmálslána í Bandaríkjunum. Hvađ gerđist nákvćmlega, hvernig gat ţetta gert og síđast en ekki síst, hvernig getum viđ komiđ í veg fyrir ađ ţetta gerist aftur? Mark Zandi svarar öllum ţessum spurningum í nýrri bók sinni, Financial Shock á skipulagđan, nákvćman og einfaldan hátt. Zandi byrjar á ţví ađ greina helstu ástćđurnar, t.d. hvers vegna fólk vill eignast íbúđarhúsnćđi og hvađa mistök Alan Greenspan gerđi. Einnig fjallar Financial Shock um hvernig netiđ breytti lánamarkađnum ţannig ađ óábyrgir lánendur gátu vaxiđ hratt á kostnađ ţeirra ábyrgu. Í bókinni er einnig ráđ fyrir fjárfesta, til ađ koma auga á vaxandi bólur, stjórnvöld, sem verđa ađ hafa meiri yfirsýn og almenning, sem verđur ađ lifa af nćstu ár.

Veröldin er sveigđ

Hvernig olli tiltölulega lítiđ vandamál í íbúđalánum í Bandaríkjunum nánast hruni í fjármálakerfi heimsins? Í world is curvedThe World is Curved er framangreindri spurningu svarađ og bent á ţau vandamál sem hafa komiđ upp á yfirborđiđ í kjölfariđ. Einnig er ţví lýst hversu mikil áhćtta felst í umhverfinu sem viđ búum í núna og hvers vegna lán koma til međ ađ verđa vandamál framtíđarinnar. Fjármálakerfi alheimsins hefur skapađ hjarđhegđun sem gćti haft mjög alvarleg áhrif á alla, ekki eingöngu Wall Street. Bókin lýsir nýrri heimsmynd í fjármálmálum og hvers vegna Tony Soprano hefur áhrif í Kína, hvernig húsmćđur í Japan hafa tekiđ stjórnina í fjármagnsflćđi landsins og hvernig erlendir sjóđir frá Kína, Rússlandi, Sádi Arabíu og Dubai eru slćmir en viđ getum ekki lifađ međ ţeim né án.


Hvađ getum viđ lćrt af kreppunni 1907?

panic of 1907Kreppan áriđ 1907 og sú kreppa sem viđ göngum í gegnum núna eiga margt sameiginlegt og ţess vegna hefur bókin The Panic of 1907 náđ miklum vinsćldum um ţessar mundir. Mikil tengsl milli fjármálafyrirtćkja varđ til ţess ađ vandamál eins varđ vandamál allra. Lána- og lausafjárkrísa lét á sér krćla og Wall Street var uppruni alls ills í hugum margra.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Skuld bókabúð

Höfundur

Skuld bókabúð
Skuld bókabúð
Skuld bókabúð er fyrsta verslunin sem sérhæfir sig í sölu bóka tengdum hinum ýmsu hliðum viðskiptalífsins. Allir titlarnir sem hér er fjallað um fást í Skuld bókabúð á Laugavegi 51. Netfangið er skuld@skuld.is  Símanúmerið er: 552 0645. Heimasíða Skuldar er www.skuld.is
Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Rússland Pútíns
  • managing energy risk
  • Hrunið
  • how the mighty fall
  • new gold standard

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 596

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband