Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ekki fleiri langa og leiðinlega fundi

death by meetingSumir segja að þeir væri mun ánægðari í vinnunni ef þeir þyrftu ekki sífellt að vera á fundum. Death by Meeting eftir Patrick Lencioni fjallar um hvernig eigi að komast hjá óþarfa fundum og fá sem mest út úr nauðsynlegum fundum. Of margir og langir fundir draga úr afköstum og framleiðni fyrirtækja en það er eins og enginn komist úr viðjum vanans en í Death by Meeting er það vandamál leyst farsællega.

Mikilvægum málefnum komið rétt á framfæri

crucial conversationsCrucial Conversations, tools for talking when stakes are high fjallar um mikilvægi þess að koma réttum skilaboðum á framfæri og á réttan hátt. Þegar mikið liggur við skiptir hvert orð sköpum og verður því að vanda vel til verka. Crucial Conversations var gefin út í Bandaríkjunum árið 2002 og varð metsölubók en er nú komin aftur á metsölulista í Bandaríkjunum. Lærðu að halda ró þinni og fá það sem þú vilt þegar tilfinningar sveiflast. Þegar mikið er í húfi, margar skoðanir eru á lofti og miklar tilfinningar spila inn í eru þrír kostir í stöðunni: að forðast að tjá sig og taka afleiðingunum, takast illa á við vandann og taka afleiðingunum eða lesa Crucial Conversations og læra hvað eigi að segja best þegar það skiptir mestu máli. Hér eru tólin og tæknin til að tjá þig í erfiðustu og mikilvægustu aðstæðunum, segja hvað þér býr í brjósti og fá jákvæðar niðurstöður sem koma sjálfum þér á óvart.


Nýttu streituna á réttan hátt

Just-Enough-AnxietyFlestir líta neikvætt á streitu sem myndast þegar fólk er undir álagi, hvort sem er í atvinnulífinu og einkalífinu. Samkvæmt Robert Rosen, höfundi Just Enough Anxiety, eru þetta úreldar skoðanir og þetta viðhorf útilokar einn af öflugustu kröftunum sem við búum yfir. Streita eykur einbeitingu, auðveldar lærdóm, eykur sköpunargáfuna og leiðir til betri afkasta en auðvitað verður hún að vera hófleg. Ef streitunni er stýrt á réttar brautir getum við nýtt hana til að ná hámarksárangri. 

Kreppufræði 101

despression economicsPaul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði árið 2008 er hér kominn með nýja bók um hvaða aðferðir duga til að losna út úr þeim efnahagsvanda sem við stöndum frammi fyrir. Paul Krugman fjallar í The Return of Depression Economics and the Crisis of 2008 hvernig fjármálakreppa gat skollið á þrátt fyrir lærdóminn sem hægt var að draga af fyrri kreppum. Í bókinni útskýrir hann hvað fór úrskeiðis eftir hrunið á Wall Street 1929 og hvernig björgunaraðgerðir fyrstu áranna á eftir urðu einungis til þess að auka enn á vandann og varar því við að brugðist verði við á sama hátt núna. Bókin er mjög aðgengileg og notar Paul einfaldar líkingar til að koma þekkingu sinni til sem flestra.

Fjármálasagan og mikilvægi skilnings á fjármálum

ascent of moneyThe Ascent of Money eftir Niall Fergusson er fjármálasaga heimsins, allt frá upphafi siðmenningar í Mesópótamíu til nútíma fjármálamarkaða með öllum sínum gjörningum. The Ascent of Money útskýrir uppruna peninga og vaxandi mikilvægi þeirra ásamt því að segja sögu banka og verðbréfamarkaða og fjallar um ótrúlegan vöxt fjármálakerfisin. Peningar, í hvaða formi sem þeir kunna að vera, eru forsendur þróunar mannsins.  Niall Fergusson fjallar einnig í bók sinni um skilning á peningum almennt og segir hann að stór hluti almennings hafi ekki skilning á peningum. Hann telur hluta vandans vera  að menntakerfin séu að bregðast hlutverki sínu með því að kenna ekki fjármál einstaklinga.

Mynd segir meira en þúsund orð

back of the napkinFlestir eru sammála því að mynd segir meira en þúsund orð. The Back of the Napkin er leiðarvísir að því hvernig eigi að koma góðum hugmyndum á blað og á einfaldan, skiljanlegan og skemmtilegan hátt. Eins er hægt að leysa flest vandamál á einfaldan hátt með nokkrum pennastrikum á blaði, hugmyndir verða að vera einfaldar til að hægt sé að selja þær og á myndrænan hátt ná þær til allra. Sjónrænar upplýsingar skila sér oft betur og sitja lengur í hugum fólks og þess vegna þarf ekki annað til en blýant og servíettu til að koma frábærum hugmyndum á framfæri.

Hrunið 1929 - taka tvö

great crash 1929The Great Crash 1929 segir frá hruni bandarísks efnahags árið 1929 og kreppunni í kjölfarið, sem varði í 10 ár. Bókin byrjar á ótrúlegum uppgangi efnahagslífsins árin fyrir hrunið, firringunni sem var ríkjandi í aðdraganda hrunsins, frá falli Wall Street í október 1929 og svo hvað næstu ár á eftir báru í skauti sér. Þessi bók hefði allt eins getað verið skrifuð um ástandið á Íslandi 2008, ummæli ráðamanna í aðdraganda hrunsins, eftirmálar og einfaldar ástæður hrunsins eru nákvæmlega þær sömu og við erum að sjá núna í dag.

Lausnin er einföld

green collar economyÍ The Green Collar Economy er sett fram ein einföld lausn á tveimur stærstu vandamálum samtímans, hrynjandi efnahag og spillingu náttúrunnar. Efnahagurinn byggist nánast eingöngu á óendurnýtanlegum orkugjöfum og hækkandi verð leiðir til hærra verðs allra neysluvara. Í The Green Collar Economy sýnir Van Jones hvernig við getum skapað nýjan og umhverfisvænan efnahag. Lausnin kallar á samvinnu, vinnusemi og framlagi almennings, sem mun hafa í för með sér bæði lægra orkuverð og fleiri störf sem leiða til þess að hægt verður að snúa við hratt hrynjandi efnahag.

Gáfulegra að lesa um kampavín en að drekka það

Saga kampavíns hefur verið samofin sögu mikilmenna og fyrirfólks síðustu aldirnar og skipar kampavín Widow Clicquotenn sess í hugum fólks. Velgengi þess er þó ekki sprottin af sætum keimi þess né freyðandi útliti. Frábær markaðssetning Frakka í Champagne héraðinu fyrir rúmum tvö hundruð árum síðan á tímum Napoleon lifir enn. Alvöru dömur áttu ekki að innbyrða neitt nema humarsalat og kampavín og kampavín á að vera eina áfengið sem gerir konur fallegri eftir neyslu þess. The Widow Clicquot segir sögu ekkjunnar Barbe-Nicole Clicqout, sem tók við kampavínsfyrirtæki fjölskyldunnar aðeins 27 ára og hvernig hún skapaði og stjórnaði Clicquot kampavínsveldinu. Veldi Clicquot náði þá um alla mið Evrópu og alla leið til Rússlands og var aðeins 7% af framleiðslu fyrirtækisins selt í Frakklandi, annað var selt á erlenda markaði.


Ættbálkar

tribesÆttbálkur er hópur fólks, stór eða smár, sem tengjast á einhvern hátt. Hafa til að mynda sama leiðtoga og sömu hugmyndir. Í milljónir ára hefur mannkynið tilheyrt ættbálkum, hvort sem tengjast trú, þjóð, hugsjónum eða ákveðnum lífstíl. Fjarlægðir, kostnaður og tími skilgreina ekki lengur hópa og blogg og samfélagsvefir hafa búið til nýjan vettvang fyrir fólk að mynda hópa á grundvelli hugmynda og hugsjóna. Tribes eftir metsöluhöfundinn Seth Godin fær þig til að sjá tækifærin sem felast í því að leiða samstarfsfélaga þína, viðskiptavini, fjárfesta og lesendur. Það er ekki auðvelt en líka auðveldara en þú heldur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skuld bókabúð

Höfundur

Skuld bókabúð
Skuld bókabúð
Skuld bókabúð er fyrsta verslunin sem sérhæfir sig í sölu bóka tengdum hinum ýmsu hliðum viðskiptalífsins. Allir titlarnir sem hér er fjallað um fást í Skuld bókabúð á Laugavegi 51. Netfangið er skuld@skuld.is  Símanúmerið er: 552 0645. Heimasíða Skuldar er www.skuld.is
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Rússland Pútíns
  • managing energy risk
  • Hrunið
  • how the mighty fall
  • new gold standard

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband