Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
31.10.2008 | 13:45
Kreppur krufðar
Sagan getur alltaf kennt okkur eitthvað og í þessari sögulegu upprifjun á fjármálakreppum gefst okkur tækifæri til læra af fyrri kreppum. Í Manias, Panics and Crashes er því lýst hvernig óstjórn peninga og lána hefur leitt til fjármálalegs hruns í gegnum aldirnar. Í þessari bók er sagt frá fasteignabólunni í Sviþjóð, Noregi og Finnalandi í lok níunda áratugarins. Manias, Panics and Crashes segir einnig frá eignabólunni sem myndaðist milli 1985 og 2000 í Japan og öðrum löndum Asíu að ógleymdri netbólunni um 2000.
24.10.2008 | 13:59
Blekkingarvefur afhjúpaður
Árið 2002 útskýrði David Einhorn, forstjóri vogunarsjóðsins Greenlight Capital opinberlega hvers vegna hann hefði veðjað á að hlutabréf í Allied Capital myndu lækka, þ.e. tekið svokallaða skortstöðu og upphófst þá atburðarás sem ekki sér enn fyrir endann á. Til að byrja með reyndi Allied svokallað spunastríð gagnvart Einhorn og m.a. skoðaði Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hvort Einhorn væri að reyna að hafa ólögleg áhrif á verðmyndun í Allied Capital. En eins og Einhorn bendir á í Fooling Some of the People, All of the Time voru skjöl Einhorn sem staðfestu orð hans ekki skoðuð. Sex árum og mörgum yfirheyrslum síðar heldur Einhorn því enn fram að Allied Capital stundi ekki heiðarleg viðskipti og gagnrýnir hann bæði regluverkið, stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og fjármálamarkaði fyrir að láta lygar viðgangast. Mjög góð lesning sem á vel við núna.
23.10.2008 | 15:00
Náðu forskoti með því að starfa erlendis
Hvernig eiga konur að verða eftirsóknarverðari starfskraftur? Svarið er einfalt, með því að öðlast reynslu á alþjóðlegum vinnumarkaði. Í Get Ahead by Getting Abroad lærirðu aðferðir við að fá störf erlendis, ná árangri í því starfi og að njóta lífsins á nýjum slóðum. Alþjóðleg reynsla skiptir sífellt meira máli þar sem landamæri skipta litlu máli í starfsemi fyrirtækja.
22.10.2008 | 12:53
Njóttu lífsins meira með því að eyða minna

18.10.2008 | 12:26
Hvernig á að vera happasæll á komandi árum?

16.10.2008 | 14:28
Jákvæð hugsun sigrar allt

30.9.2008 | 16:12
Sigurvegarinn tekur allt
The Winner Take All fjallar um hvernig samkeppnishæfni þjóða hefur áhrif á hver staða þeirra verður til framtíðar og þar með örlög þeirra á alþjóðavísu. Winner Take All segir okkur hvað þjóðir þurfi að hafa til að ná samkeppnisforskoti og hvernig þurfi að endurvekja eða skapa hugsunarhátt meðal þjóða til að standa sig í harðri samkeppni við aðrar þjóðir. T.d. er almennt talið að Bandaríkin hafi tapað framleiðslu til Asíu vegna ódýrs vinnuafls en samkvæmt Richard J. Elkus, höfundi Winner Take All, eru þau að missa vægi á alþjóðavísu til Asíu því ríkin þar eru að spila annan leik með allt öðrum reglum. Þessi bók er nauðsynleg lesning fyrir þá sem vinna að stefnumótun á alþjóðavísu hvort sem er fyrir alþjóðleg fyrirtæki, hið opinbera eða alþjóðastofnanir.
Um bloggið
Skuld bókabúð
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 596
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar