Mítur í hagfræði leiðréttar

econmic fact and fallaciesÍ Economic Facts and Fallacies er fjallað um algengustu staðreyndirnar sem almennt eru misskildar í hagfræði og hvernig hægt er að nálgast viðfangsefnið á réttari hátt. Fjallað er um algengar mítur sem haldið er fram bæði af stjórnmálamönnum og í fjölmiðlum á borð við ójöfnuð og vandamál dreifbýla. Lesendur þurfa ekki að hafa þekkingu á hagfræði til að skilja bókina og finnast hún skemmtileg.

Algengar blekkingar stjórnenda

halo effectMikið af hugmyndum okkar um viðskipti eru blekkingar einar og skemma fyrir okkur raunverulegan skilning á hvernig rekstur virkar. Í bókinni Halo Effect fjallar Phil Rosenzweig um misskilning í viðskiptalífinu sem hefur áhrif á hvernig fjölmiðlar og skólar nálgast viðfangsefnið. Algengasta blekkingin er kölluð „Halo Effect“ sem er þegar salan og hagnaður eykst er álitið að stjórnendur séu góðir, starfsfólk gott og stefna fyrirtækisins til fyrirmyndar. Svo þegar illa gengur er lélegum stjórnendum, vanhæfu starfsfólki og lélegri fyrirtækjamenningu kennt um þegar í raun lítið sem ekkert hefur breyst.


Styrk stjórnun í afar erfiðu umhverfi

Leadership in the ear of econmic uncertaintyÍ bókinni Leadership in the Era of Economic Uncertainty eftir Ram Charan er fjallað um hvernig stjórnendur eiga að leiða fyrirtæki í gegnum þá óvissutíma sem eru framundan. Bókin kemur inn á alla þætti í rekstri fyrirtækja sem snerta starf æðstu stjórnenda. Lestu, lærðu, notaðu og sigraðu eru einkunnarorð bókarinnar. Leadership in the Era of Economic Uncertainty bendir á að einungis þeir sem bregðist rétt við í núverandi aðstæðum komi til með að lifa af. Nauðsynlegt er að taka ákvarðanir fljótt og örugglega þrátt fyrir að þær geti verið sársaukafullar til skemmri tíma.

Látum þetta allt virka

 making it all work

Making It All Work er ný bók eftir Dave Allen sem er þekktur fyrir „Getting Things Done“ tímastjórnunarkerfið sitt. Árið 2001 gaf Dave Allen út bók sína Getting Things Done sem fjallar um mjög árangursríkt tímastjórnunarkerfi. Hér heldur Dave Allen áfram þar sem frá var horfið í fyrri bókinni og sýnir hvernig hægt er að hámarka árangur sinn með því að skipuleggja tíma sinn allt frá sumarfríinu til starfsvettvangs.


Fjölmiðlakóngurinn Ted Turner

call me tedÍ Call Me Ted segir fjölmiðlakóngurinn Ted Turner frá skrautlegri ævi sinni en hann stofnaði fréttastöðina CNN sem var fyrsti miðillinn sem bauð upp á fréttaefni allan sólarhringinn og olli stöðin straumhvörfum í fjölmiðlun. Ted Turner hefur alla ævi fylgt ráðlegginum föður síns um að fara snemma að sofa, vakna snemma, vinna eins og skepna og auglýsa. Ted Turner hefur ekki einungis brennandi áhuga á fjölmiðlum því hann er talinn vera stærsti einstaki landeigandi í Bandaríkjunum og hefur einnig unnið heimsmeistarkeppni í siglingum.

Markaðssetning á Facebook

facebook marketingFacebook Marketing er leiðarvísir að því hvernig ber að nota samskiptatólið Facebook til markaðssetningar á vörum eða þjónustu eða nánast hverju sem eru. Steven Holzner höfundur bókarinnar segir að Facebook sé mest ört vaxandi markaðstól sem fyrirfinnst í dag en þar virki ekki hefðbundnar leiðir við markaðssetningu. Óháð því hvernig viðskipti þú stundar getur þú nýtt Facebook á áhrifaríkan hátt. Ekki skemmir heldur fyrir að hægt er að ná ansi langt í markaðssetningu á Facebook án þess að það þurfi að kosta háar upphæðir.

Rokk og ról snýst líka um viðskipti

Í Bumping Into Geniuses fjallar fyrrverandi umboðsmaðurinn og plötuútgefandinn, Danny Goldberg, bumping into geniusesum hvernig rokk og ról stýrist að mikla leyti af peningahagsmunum og blandar inn í frásagnir af góðum partýum og tónleikum í anda rokks og róls. Einnig fjallar hann um hvað veldur því að sumir meiki það og aðrir ekki, óháð gæðum og hæfileikum og hversu mikið ímyndin skiptir máli í rokki og róli. Danny Goldberg hefur unnið með hljómsveitum allt frá Led Zeppelin til Nirvana og segir hér reynslusögu sína eftir áratugareynslu af rokk og ról iðnaðinum. Einnig segir hann frá hljómsveitum sem upphaflega aðhylltust öðrum tónlistarstefnum en tóku upp rokk og ról til að elta peningana.


Janúar fréttabréf Skuldar

Janúar fréttabréf Skuldar er komið út þar sem meðal efnis er: Fréttabréf janúar 2009

·         Bestu bækur ársins 2008

 

·         Outliers eftir Malcolm Gladwell bók mánaðarins í bókaklúbbi Skuldar sem jafnframt var valin besta bók ársins 2008

 

·         Nýr bókaklúbbur með áherslu á mannauðsmál farinn í loftið

 

·         Skuld mælir með

 

·         Mest seldu bækurnar í Skuld

 

Hér má nálgast fréttabréfið á pdf formi: http://bokabudin.is/frettabref/jan2009.pdf

Þeir sem vilja gerast áskrifendur að fréttabréfi Skuldar vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið: skuld@skuld.is


Hafðu áhrif á ákvarðanir

predictably irrationalÞegar við tökum ákvarðanir teljum við okkur trú um að við séum við stjórnvöllinn. Bókin Predictably Irrational eftir Dan Ariely fjallar um það gagnstæða, þ.e. alla þá hluti sem stjórna ákvörðunum okkar. Ákvarðanir á borð við kaffidrykkju, megrun, bílakaup til vals á maka eru meðal umfjöllunarefnis bókarinnar. Predictably Irrational var af mörgum valin ein af bestu viðskiptabókum ársins 2008.

Sögur mikilla hugsuða

worldly philosophersSkoðnair, starf og líf þekktustu hugsuðu á sviði hagfræði er umfjöllunarefni The Worldly Philosophers sem tekin er saman af Robert L. Heilbroner.  Fjallað er um spekinga á borð við Adam Smith, Karl Marx og John Maynard Keynes. The Worldly Philosophers er klassískt rit sem tekur lesandann aldir aftur í tímann og með því getur hann betur skilið nútímann. Bókin minnir einnig á að ekki má líta framhjá félagslegum og stjórnmálalegum öflum þegar samfélög eru skoðuð út frá hagfræðikenningum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skuld bókabúð

Höfundur

Skuld bókabúð
Skuld bókabúð
Skuld bókabúð er fyrsta verslunin sem sérhæfir sig í sölu bóka tengdum hinum ýmsu hliðum viðskiptalífsins. Allir titlarnir sem hér er fjallað um fást í Skuld bókabúð á Laugavegi 51. Netfangið er skuld@skuld.is  Símanúmerið er: 552 0645. Heimasíða Skuldar er www.skuld.is
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Rússland Pútíns
  • managing energy risk
  • Hrunið
  • how the mighty fall
  • new gold standard

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband