8.8.2008 | 12:17
Tækifærin í Kína, frá listaverkum til hlutabréfa
Frá höfundi bókarinnar A Random Walk Down Wall Street kemur nú leiðarvísir að fjárfestingum í Kína, From Wall Street to the Great Wall. Kína vex hraðast allra hagkerfa í heiminum í dag og með leikni er vel hægt að hagnast á þeim tækifærum sem Kína býður upp á. Í bókinni útskýrir Malkiel hvernig, bæði með því að fjalla um kínversk fyrirtæki og markaði, allt frá listaverkum og safngripum til hlutabréfa og fasteigna. En Malkiel lætur sér ekki nægja að fjalla eingöngu um Kína heldur fjallar hann einnig um þau alþjóðlegu fyrirtæki sem líkleg eru til að hagnast á gríðarlegum vexti Kína.
Bækur | Breytt 11.8.2008 kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2008 | 12:10
Mér finnst leiðinlegt í vinnunni
Mörgum finnst leiðinlegt í vinnunni og hér er bók sem getur breytt viðhorfi fólks til vinnustaðarins og vinnunnar sjálfrar. Í Why Work Sucks and how to fix it er fjallað um árangursríkar lausnir til að skapa afkastamikinn vinnustað nútímans en vinnuafköst eru ekki í réttum hlutföllum við fjölda vinnustunda fólks. Bókin er byggð á rannsóknum á stærstu fyrirtækjum heims og fjallar um nýja nálgun, ROWE, sem stendur fyrir results-only work environment, sem útlistast sem vinnuumhverfi sem stjórnast af afköstum eingöngu.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2008 | 12:19
Raunverulegur kostnaður framleiðslu í Kína
The China Price fjallar um hvað ódýra framleiðslan í Kína kostar raunverulega, ekki í krónum og aurum heldur fyrir alþjóðasamfélagið og fyrirtæki í öðrum löndum. Kínverjar hafa haft forskot á önnur lönd í framleiðslu á ódýrum varningi en verðið eitt og sér segir ekki alla söguna. Í The China Price fjallar Alexandra Harney, fyrrverandi blaðamaður á Financial Times, um þá þætti í viðskiptaumhverfinu sem hafa leitt til þess að Kína tekst að bjóða lægsta framleiðslukostnaði í heimi. Myndin sem er dreginn fram af framleiðslu í Kína er vægast sagt mjög dökk, líklega dekkri en umhorfs er í Peking um þessar mundir.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2008 | 12:06
Hagnast á umhverfisvænni orku
Profiting from Clean Energy er greinargóður leiðarvísir að iðnaðinum í kringum umhverfisvæna orku og fjallar um hvernig er hægt að fjárfesta á hagkvæman hátt í þeim iðnaði. Bókin gefur greinargóðar lýsingar á þeim leiðum sem hægt er að fara; hvort sem það er í gegnum hlutabréfakaup, fjárfestingum í sjóðum sem sérhæfa sig í umhverfisvænum iðnaði, beinum fjárfestingum í umhverfisvænum orkugjöfum eða með viðskiptum með kolefniskvóta.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2008 | 14:09
Opnaðu augun fyrir því óþekkta
The Black Swan fjallar um samnefnt fyrirbæri en um er að ræða mjög sjaldgæft fyrirbæri sem hefur þrjú einkenni: er ófyrirséð, hefur mikil áhrif. Þegar litið er til baka eru gefnar útskýringar á svarta svaninum svo að talið er að um fyrirséð fyrirbæri hafi verið að ræða.. Til að mynda má flokka gott gengi Google sem svartan svan og einnig atburðina 11. september. Samkvæmt The Black Swan hafa svartir svanir nánast áhrif á allt, frá auknum áhrifum trúarbragða til atburða í einkalífi okkar. Í svarta svaninum er því haldið fram að við einbeitum okkur of mikið að orðnum hlutum og því sem við vitum, en með því gleymum við að opna augun fyrir því óþekkta og þannig missum af mörgum góðum tækifærum í lífinu. Nassim Nicolas Taleb höfundur bókarinnar hefur í áraraðir skoðað það hvernig fólk telur sjálfu sér trú um að það viti meira en það raunverulega veit og því fara svartir svanir framhjá því en með einföldum aðferðum er hægt að koma auga á svarta svani og hagnast á þeim.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2008 | 11:56
Það drepur mig að vinna með þér
Working with You is Killing Me hjálpar fólki að takast á við vandamál sem er vel þekkt á flestum vinnustöðum, þ.e. erfiðir og leiðinglegir vinnufélagar. Hvort sem það er vanhæfur starfsmaður, krefjandi yfirmaður, einhver sem er í valdabaráttu við þig eða allt þetta saman þá hefur fólkið í kringum okkur á vinnustaðnum mikil áhrif á líðan okkar bæði í vinnunni og það sem verra er, einnig þegar heim er komið. Why Working with You is Killing Me hjálpar lesendum að komast hjá að flækjast í vef leiðinlegra vinnufélaga og þeim pirringi sem því fylgir.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2008 | 12:19
Lifað af á nýjum vinnustað
Sink or swim kennir fólki að lifa af á nýjum vinnustað og með nýjan yfirmann. 25% af starfsfólki hættir á nýjum vinnustað á innan við ári frá því það byrjar og Sink or Swim leiðbeinir fólki frá fyrsta degi á nýjum stað. Allir sem eru að byrja á nýjum vinnustað eða eru komnir í nýjar stöður innan fyrirtækja ættu að hafa þessa bók við hendina.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2008 | 12:26
Hvernig á að fjárfesta á síðustu og verstu tímum
When Markets Collide er á réttum stað á réttum tíma því hún útskýrir þær gífurlegu breytingar sem eru að eiga sér stað á alþjóðlegu hagkerfi og fjármálakerfi. Bókin bendir einnig fjárfestum á ýmsar staðreyndir sem þeir megi ekki líta framhjá, sem má túlka bæði sem tækifæri og áhættu, og eiga eftir að móta markaðina í framtíðinni. When Markets Collide er í senn góð útlistun á stöðu markaða í dag, leiðarvísir að því hvernig megi lesa þá, hvernig megi hagnast á stöðunni og kortleggja áhættuna.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2008 | 12:32
Stríð bílarisanna unnið með umhverfisvænum bílum

Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2008 | 12:25
Lausafjárkrísan og áhrif hennar
The New Paradigm for Financial Markets eftir George Soros fjallar um lausafjárkrísuna og áhrif hennar. George Soros dregur ekkert undan í bókinni og heldur því fram að um verstu fjármálakrísu sé að ræða síðan í Kreppunni Miklu. Hann heldur því einnig fram að hefðbundin markaðslögmál, þ.e. að fjármálamarkaðir leiti alltaf að jafnvægi, séu fölsk og blekkjandi. Soros bendir á nýja nálgun til að skilja markaði og aðeins með því að tileinka sér þá nýju hugsun verði hægt að komast hjá hruni markaða.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skuld bókabúð
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar