Góðar ráðleggingar fyrir leiðtoga

The best advice ever for leadersThe Best Advice Ever for Leaders inniheldur yfir 800 ráðleggingar frá heimsþekktum leiðtogum í formi spakmæla. Um er að ræða ráðlegginar allt frá Gandhi til Bill Cosby. Bókin er mjög aðgengileg þar sem spakmælunum er raðað í stafrófsröð eftir meginefni.


Almannatengslin taka við af auglýsingum

Fall of advertising & rise of PRÍ The fall of advertising & the rise of PR er fjallað um hversu árangursrík almannatengsl geta verið og hverja þau skila til lengri tíma. Bókin byrjar á kafla sem fjallar um hvernig áhrif auglýsinga hafa minnkað með raunverulegum dæmum. Eftir mjög sannfærandi kafla er svo fjallað um áhrifamátt almannatengsla sem er enn meira sannfærandi. En ekkert er svart og hvítt svo bókin fjallar í lokin um nýtt hlutverk auglýsinga og munin á auglýsingum og almannatengslum sem oft eru mjög óljós.


Skapandi fólki stjórnað

Góðar og sniðugar hugmyndir kvikna í frjóum jarðvegi og því þarf að hlúa vel að vinnuumhverfi Managing creative peopleskapandi fólks. Þeir sem stýra skapandi fólki þurfa sjálfir að hugsa út fyrir rammann við að stýra teyminu í rétta átt og í Managing Creative People tekur Gordon Torr saman hvað eigi að leggja áherslu á. Skapandi fyrirtæki og skapandi fólk eru uppistaðan að helstu atvinnugreinum nútímans á borð við auglýsingaiðnaðinn, tónlistariðnaðinn, tölvuleikjaiðnaðinn, kvikmyndagerðariðnaðinn og fjölmiðla og því er mjög mikilvægt að tileinka sér nýjustu stjórnunaraðferðirnar í skapandi umhverfi.


Ég er á facebook, hvað geri ég svo?

I´m on facebookI´m on facebook, now what? kennir lesendum að lifa af í sýndarheiminum á facebook, t.d. hvernig þú átt að hegða þér og hvernig þú eigir að líta út. Samskiptatólið facebook er notað til að spjalla við vini, grafa upp gamla kunningja og forvitnast um náungann en möguleikar þessu eru svo margfalt meiri eins og kemur fram í bókinni. I´m on facebook, now what? er góður leiðarvísir fyrir þá einstaklinga eða fyrirtæki sem vilja nýta sér það samskiptatól sem facebook er til að koma allskyns skilaboðum á framfæri, s.s. nýrri vöru, þjónustu eða bjóða fólki á atburði og síðast en ekki síst að mynda gott tengslanet.


Glataður lúxus

DeluxeDeluxe, how luxury lost its luster, fjallar á skemmtilegan hátt um hvernig lúxusvörur hafa í raun glatað lúxusnum sjálfum. Lúxus, sem upprunalega snérist um gæði og sérstöðu,snýst í dag um massa markaðssetningu og rétta verðlagningu.  Dana Thomas, höfundur bókarinnar, fjallar um hvernig ódýr fjöldaframleiðsla hefur náð sama stalli í hugum fólks og sérsniðnar gæðavörur fyrri tíma. Allt sem var áður til þess að lúxusvörur voru einstakar hefur verið tekið frá þeim. Þrátt fyrir það hefur tískuiðnaðurinn vaxið gríðarlega síðustu ár sem og völd hans á alþjóðavísu.


Minnkaðu vinnuálagið á einfaldan hátt

Getting things doneHver kannast ekki við að fresta til morguns einhverju sem hægt væri að gera í dag? Margir eru að kikna undan vinnuálagi en þrátt fyrir endalausa vinnu virðist álagið aðeins aukast. Í Getting things done eftir David Allen er lesendanum hjálpað á einfaldan hátt að losna við yfirfullt pósthólf, langa tasklista og aðra hluti sem auka vinnuálagið og uppskera þannig gott skipulag og áhyggjuleysi.


Hagfræðingur á laun

 Undercover economist

The Undercover Economist leiðir huga almenna lesenda að því hvað allt í kringum okkur stýrist af lögmálum hagfræðinnar. Tim Harford, höfundur bókarinnar, bendir á hluti sem okkur finnast eðlilegir, til dæmis að hafa alþjóðlegar keðjur á hverju götuhorni, og útskýrir hvers vegna það er svo sjálfsagður hlutur út frá hagfræðinni. Eftir lestur Undercover Economist sjá lesendur rökin á bakvið svo ótalmargt í lífinu sem við leiðum sjaldnast hugann að.   


Ríkur fyrir tilviljun?

Fooled by randomnessFooled By Randomness opnar augu lesenda fyrir því að tilviljanir og lukka stýri mjög oft velgengni í viðskiptum en ekki gáfur. Fooled By Randomness fjallar um alla möguleikana sem við höfum í lífi og starfi ef við erum heppin og hversu mikil áhrif tilviljanir hafi á almenna skynsemi og vitneskju.

Fooled By Randomness er eftir hinn margfræga Nassim Nicholas Taleb sem einnig er höfundur metsölubókarinnar, The Black Swan, sem verður fjallað um í næstu viku.  

 

Kama Sutra virkar

 Kama sutra of business

Ef einhver hefur ekki trú á að aldagömul indversk lögmál virki í flóknum veruleika nútímans þá sýnir Nury Vittachi, fram á annað í bókinni The Kama Sutra of Business. Í Kama Sutra of Business eru aldagömul lögmál fléttuð saman við þau lögmál sem liggja til grundvallar í lífinu sjálfu og ekki síst í viðskiptalífinu. Kama Sutra of Business er uppfull af húmor og skemmtilegri tvíræðni eins og sjá má á titlinum en jafnframt mörgum góðum heilræðum sem vert er að tileinka sér.


Faðmaðu viðskiptavininn

Hug your customersÍ bókinni Hug Your Customers lærirðu allar aðferðirnar við að gera þjónustuna þína persónulega og uppskera frábæran árangur í staðinn. Jack Mitchell, höfundur bókarinnar, kann að laða viðskiptavini að og líka það sem er ekki síst mikilvægar að halda þeim. Viðskiptavinir eru forsenda viðskipta og því þarf að koma fram við þá sem slíka. Jack Mitchell hefur tileinkað sér einfalda en árangurríka aðferð við að skapa góð tengsl við viðskiptavini sína og deilir henni hér með lesendum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skuld bókabúð

Höfundur

Skuld bókabúð
Skuld bókabúð
Skuld bókabúð er fyrsta verslunin sem sérhæfir sig í sölu bóka tengdum hinum ýmsu hliðum viðskiptalífsins. Allir titlarnir sem hér er fjallað um fást í Skuld bókabúð á Laugavegi 51. Netfangið er skuld@skuld.is  Símanúmerið er: 552 0645. Heimasíða Skuldar er www.skuld.is
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Rússland Pútíns
  • managing energy risk
  • Hrunið
  • how the mighty fall
  • new gold standard

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband