Vænlegir fjárfestingakostir í Rússlandi en varúðar er þörf

Out of the redÁ síðustu 15 árum hefur Rússland verið að auka áhrif sín á alþjóðlegum mörkuðum og hefur landið laðað að erlenda fjárfesta. Out of the Red gefur góða innsýn í hvað er að gerast í Rússlandi af John Connor. Hann fjallar um markaði meðal annars fyrir hrávöru, orku og fasteignir og gefur bæði góðar lýsingar á einkenni hvers markaðar fyrir sig sem og sögu þeirra ásamt góðum ráðum um hvernig eigi að fjárfesta á þessum mörkuðum. Connor telur Rússland bjóða upp á marga vænlega fjárfestingarkosti en varar við óstöðugleika t.d. varðandi gjaldmiðil landsins sem og ótryggt ástand í stjórnmálum, sem mikilvægt er að hafa í huga áður en látið er til skarar skríða.


Góðir stjórnendur tryggja samkeppnisforskot

Leaders at all levelsFleiri og fleiri stjórnendur hafa reynst vanhæfir á síðustu misserum og raunverulega vöntun er á góðum stjórnendum. Vegna þessa hafa fyrirtæki ekki náð að standast þær væntingar sem hafa verið gerðar til þeirra samkvæmt Ram Charan. Í Leaders at All Levels sýnir metsöluhöfundurinn Ram Charan fram á það að árangursríkustu fyrirtækin meta það svo að góðir stjórnendur séu það mikilvægasta til að ná samkeppnisforskoti. Síðast en ekki síst fjallar svo Leaders at all Levels um hvernig góðir stjórnendur kalla fram það besta í öðrum stjórnendunum innan saman fyrirtækis.


Dýrlingar og þrjótar í viðskiptaheiminum

 Good Guys & Bad Guys

Í bókinni Good Guys & Bad Guys er skyggnst bakvið tjöldin með dýrlingum og þrjótum í viðskiptaheiminum og sá sem lyftir tjaldinu er Joe Nocera, viðskiptablaðamaður hjá New York Times.  Viðskipti geta verið mjög dramatísk og stolt, sjálfsálit og hefnd geta ráðið framvindu mála. Í Good Guys & Bad Guys er kannað hvernig góðir og slæmir aðilar eru skilgreindir í viðskiptum og niðurstaðan er að hlutirnir eru oft ekki eins og þeir líta út fyrir að vera.


Fall stórveldis

Collapse of an empireRússland nútímans lítur til tíma Sovétríkjanna með stöðugt meiri lotningu og vilja hverfa aftur til gamalla tíma. Í hugum margra Rússa voru Sovétríkin stórveldi sem nutu virðingar á alþjóðavísu og að þau hafi liðið undir lok vegna utanaðkomandi áhrifa og rangra stefnubreytinga. Í Collapse of an Empire útskýrir fyrrverandi forsætisráðherra og einn af þeim sem leiddu efnahagsbreytingarnar í Rússlandi hvers vegna þessar staðhæfingar eru beinlínis hættulegar og hvernig hrun Sovétríkjanna hafi verið óumflýjanlegt, það hafi eingöngu verið spurning um tíma.

Fjárfest á besta markaði í heimi

Bull in ChinaEf hægt er að segja að 20. öldin hafi tilheyrt Bandaríkjunum má segja að 21. öldin tilheyri Kína. Í bók sinni, Bull in China, útskýrir Jim Rogers hvernig hver fjárfestir getur verið þátttakandi í efnahagsbyltingunni í Kína og þannig fjárfest á besta markaði í heimi. Jim Rogers er þekktur fyrir ráðleggingar sínar í fjárfestingum enda hætti hann að vinna einungis 37 ára gamall og hefur tekið upp á ýmsu síðan, t.d. að keyra þvert yfir heiminn á gulum sportbíl en þá kom hann við á Íslandi.


Útrýmum fátækt

Creating a world without povertyMuhammad Yunus, friðarverðlaunahafi Nóbels 2006, stofnandi Grameen Bank og hugsuðurinn á bakvið „micro-credit“ kerfið, skrifar hér um hugmynd sína um nýtt viðskiptamódel sem samtvinnar krafta frjálsra markaða og vonina um mannvænni heim. Með þessu telur hann að hægt sé að útrýma fátækt. Í bókinni segir Muhammad Yunus einnig sögur fyrirtækja sem eru að vinna að því nú þegar að sameina frjálsa markaði og mannúðarstörf.


Banki fátæka fólksins

 Banker to the poor

Muhammad Yunus, friðarverðlaunahafi Nóbels 2006, setti á fót Grameen Bank í Bangladesh sem sérhæfði sig í smáum lánveitingum til fátækasta fólksins. Peningana átti svo að nota í að stofna fyrirtæki til að bjarga þeim frá fátækt. Í dag eru svokallað „micro-credit“ kerfið eða smálánakerfið, sem Grameen Bank byggði á, starfrækt í einum 60 löndum og hefur bjargað mörgum frá sárri fátækt. Banker to the Poor segir frá Grameen Bank, hugmyndafræðinni á bakvið hann og hverju hann hefur skilað.


7 lyklar að velgengni

7-habits-of-highly-effective-people7 Habits of Higly Effictive People er ein áhrifamesta bók sem hefur verið skrifuð. Í bókinni er kynnt heilstæð  aðferð við að leysa persónuleg og fagleg vandamál sem einbeitir sér að rót vandans og er sett fram skref fyrir skref. 7 Habits of Higly Effective People hefur verið lykilinn að velgengi einstakling, stjórnenda og fyrirtækja um allan heim.


Koma svo, þið getið þetta

Pep TalkThe Pep Talk er árangurssaga úr íþróttaheiminum sem á vel við í íslensku viðskiptalífi um þessar mundir. Bókin minnir lesendur á að halda áfram leiðinni að settu marki en margir eiga erfitt með að halda einbeitingunni þegar illa árar. Í slæmu árferði er það mikilvægara en á öðrum tímum að allir leggist á eitt til að heildin sigri. The Pep Talk fjallar um þjálfarann Jack Morris sem er vonlítill fyrir erfiðan leik en þegar ókunnugur maður óskar eftir að flytja hvatningarræðuna fyrir leikinn ákveður Jack Morris að leyfa það, enda engu að tapa. Jack Morris uppskar ekki eingöngu sigur heldur baráttuglatt vinningslið sem spilaði sem ein heild.


Heimur restarinnar

Post American worldÍ The Post-American World fjallar Fareed Zakaria um uppgang restarinnar, þ.e.vaxandi áhrifa landa á borð við Kína, Indland, Brasilíu og Rússland, sem sögu okkar tíma. Í dag státa Bandaríkin ekki af hæstu byggingum heims, stærstu stíflunum né mest sóttu myndunum líkt og á síðustu öld.  Þessi nýja heimsmynd skapar ný valdahlutföll í alþjóðlegum stjórnmálum, breytta lifnaðarhætti í mörgum löndum og hefur í för með sér breytta hagsmunaárekstra. Fareed Zakaria er ritstjóri Newsweek International og í The Post-American World tekst honum að miðla þekkingu sinni til lesenda og svara spurningum á borð við: hvað þýða þessir nýju tímar fyrir okkur og hvernig kemur heimsmyndin til að líta út eftir nokkur ár?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skuld bókabúð

Höfundur

Skuld bókabúð
Skuld bókabúð
Skuld bókabúð er fyrsta verslunin sem sérhæfir sig í sölu bóka tengdum hinum ýmsu hliðum viðskiptalífsins. Allir titlarnir sem hér er fjallað um fást í Skuld bókabúð á Laugavegi 51. Netfangið er skuld@skuld.is  Símanúmerið er: 552 0645. Heimasíða Skuldar er www.skuld.is
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Rússland Pútíns
  • managing energy risk
  • Hrunið
  • how the mighty fall
  • new gold standard

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband