Tækifæri sem fela í sér mikla áskorun

Doing business in IndiaAð stunda viðskipti í Indlandi býður bæði upp á gífurleg tækifæri en felur einnig í sér mikla áskorun. Doing business in India skoðar gaumgæfilega þróun Indlands sem einn að leiðandi aðilum í alþjóðahagkerfinu og hvað þarf til að ná árangri í indversku viðskiptalífi. Í bókinni er farið yfir stjórnmálaumhverfið, efnahagsumhverfið og samfélagið og hvaða tækifæri og hömlur umhverfið hefur fyrir erlenda fjárfesta. Einnig eru gefnar leiðbeiningar um árangursríka stefnur fyrir erlenda fjárfesta í Indlandi. Raunveruleg dæmi um árangur og mistök í fjárfestingum í Indlandi eru einnig tekin.


10 mistök sem flestir gera í viðskiptum

ten commandments of business failureTen Commandments for Business Failure er eftir Donald Keough, fyrrverandi forstjóra Coca Cola Company og fjallar hann um 10 atriði sem á að forðast í viðskiptum. Donald Keough segist ekki vita hvað þurfi til að vera árangursríkur í viðskiptum þrátt fyrir yfir sex áratuga reynslu af stjórnunarstörfum en aftur á móti sé hann sérfræðingur í hvað eigi ekki að gera. Ef þú vilt komast hjá því að gera alvarleg en algeng mistök sem stjórnandi er þetta bókin fyrir þig.

Láttu ráðleggingar þínar heyrast

why should the boss listen to youViltu verða ráðgjafi sem hlustað er á og tekið mark á? Í Why Should the Boss Listen to You eru aðferðir til að koma ráðleggingum sínum á framfæri við yfirmenn sína og þá sem óskað er eftir að ná til. Sjö lykilatriði eru tiltekin í bókinni til að ná áheyrn sem ráðgjafi, m.a. að vinna traust viðkomandi, hugsa stefnumiðað og að ráðleggja á uppbyggilegan og praktískan hátt. Bókin hentar bæði fyrir þá sem sinna ráðgjafastörfum og eins þeim sem ætla sér að ná eyrum annarra með sínum ráðleggingum.

Engin þjónusta er besta þjónustan

best service is no serviceÞví sjaldnar sem viðskiptavinir þurfa að hafa samband við fyrirtækin því betra, fyrir báða aðila. The Best Service Is No Service fjallar um hvernig hægt er að auka gæði þjónustu og á sama tíma spara kostnað með því að fækka snertiflötum milli fyrirtækis og viðskiptavina. Í bókinni eru lausnir til að útrýma óþörfum samskiptum milli viðskiptavina og fyrirtækja varðandi aðstoð og upplýsingar. Með “engrar þjónustu” nálguninni sparast bæði tími og kostnaður við að halda uppi góðri svörun fyrir viðskiptavini með mismunandi tegundum af þjónustuverum. Hugmyndafræðin við “enga þjónustu” er frábær í einfaldleika sínum.

Kreppan frá A til Ö

Trillion dollar meltdownCharles Morris, höfundur The Trillion Dollar Meltdown, er ekki að fegra hlutina og í þeirri bók dregur hann vægast sagt upp dökka mynd af stöðu efnahagsmála í dag. Í bókinni er farið yfir sögu efnahagsmála í Bandaríkjunum ásamt því að útskýra ítarlega yfirstandandi lánsfjárkreppu á fjármálamörkuðum.


Haldið í hæfileikaríkar konur

off rampsÁ næstu áratugum er talið að skortur verði á hæfileikaríkum starfsmönnum en fyrirtæki geta spornað við þessari þróun með því að halda í fjölda kvenna sem hellast úr framalestinni. Off Ramps & On Ramps lýsir hvernig framúrskarandi fyrirtækjum á alþjóðavísu hefur tekist að halda í hæfustu kvenstarfsmenn sína og segir hvað virkar og hvers vegna. Off Ramps & On Ramps lýsir einnig til hvaða aðgerða,fyrirtæki með skýra framtíðarsýn, þurfi að grípa til að koma í veg fyrir afföll kvenna og til að viðhalda aðgengi fyrirtækjanna að hæfileikaríkum starfskröfum til langs tíma.


Látið hugmynd verða að veruleika

art of the startThe Art of the Start fer í gegnum fyrstu og mikilvægustu skrefin þegar nýrri vöru, þjónustu eða nýju fyrirtæki er ýtt úr vör. Á bókin við hvort sem ætlunin er að koma á fót næsta Microsoft eða góðgerðarstofnun sem á að breyta heiminum. The Art of Start leiðbeinir stjórnendum að leysa úr læðingi frumkvöðlakraftinn í rótgrónum fyrirtækjum og að hlúa að og viðhalda sköpunargleði, sem er nauðsynleg hverju fyrirtæki sem ætlar að skara framúr. The Art of the Start kennir einnig hvernig á að velja vörumerki, ráða fólk, ná samböndum, ná til viðskiptavina og skapa áhuga á því nýja. Ef þú hefur hugmyndina er The Art of the Start bókin sem gerir hugmyndina að veruleika.



Lesið í líkamstjáningu og þinni eigin stjórnað

secret languageThe Secret Language of Business sviptir hulunni af leyndarmálunum á bakvið líkamstjáningu og samskipti án orða. Árangursríkir einstaklingar verða að hafa meira en bara góða samskiptahæfileika, þeir verða líka að geta lesið skilaboðin sem aðrir senda án orða. Í bókinni lærir þú að stjórna eigin líkamstjáningu og nýta hana til að að koma þínu á framfæri, lesa í líkamstjáningu annarra og stjórna fólki með nýjum aðferðum. Óháð starfsvettvangi er The Secret Language of Business góður leiðarvísir til að fá meira út úr lífinu og öllum samskiptum.


Tígurinn og drekinn - Indland og Kína

Growling tiger roaring dragonGrowling Tiger, Roaring Dragon fjallar um stöðu Indlands og Kína og stöðu þessara landa í alþjóðlegu samhengi. Indland og Kína eru lík lönd að því leiti að þau voru áður stórveldi og íbúafjöldinn er gríðarlegur en hvorugt landið hefur verið efnahagslegt stórveldi undanfarið. Þessir tímar eru þó að breytast því að allt stefnir í að þessi ríki verði mjög áhrifamikil í alþjóðlegu samhengi. Í bókinni eru farið yfir kosti og galla hvers lands fyrir sig og hverjir framtíðarmöguleikar þeirra eru.


Fyrstu 90 dagarnir skipta öllu máli

First 90 daysHvort sem um ræðir einhvern sem er að byrja með fyrirtæki, snúa við eldra fyrirtæki eða að stýra nýrri einingu segja fyrstu 90 dagarnir til um hvort nýi stjórnandinn slái í gegn eða mistakist. Bókin er aðgengilegur leiðarvísir að því hvernig á að takast á við nýtt hlutverk á árangursríkan hátt. First 90 Days sýnir hvernig eigi að læra að þekkja ný fyrirtæki, búa til öflug teymi, skapa samstöðu, ná markmiðum á skömmum tíma og leggja grunninn að árangri til lengri tíma. Að auki bendir Watkins á mistökum sem eru algeng meðal nýrra stjórnenda og hvernig fólk eigi að vernda sjálft sig, bæði persónulega og faglega á krefjandi tímum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skuld bókabúð

Höfundur

Skuld bókabúð
Skuld bókabúð
Skuld bókabúð er fyrsta verslunin sem sérhæfir sig í sölu bóka tengdum hinum ýmsu hliðum viðskiptalífsins. Allir titlarnir sem hér er fjallað um fást í Skuld bókabúð á Laugavegi 51. Netfangið er skuld@skuld.is  Símanúmerið er: 552 0645. Heimasíða Skuldar er www.skuld.is
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Rússland Pútíns
  • managing energy risk
  • Hrunið
  • how the mighty fall
  • new gold standard

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 575

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband