11.9.2008 | 13:03
Saga Google lygasögu líkust
Í vikunni fagnaði leitarvélin Google 10 ára afmæli sínu, en stofnendur þess, Larry Page og Sergey Brin, hittust fyrst árið 1995 í stanford háskóla. Saga fyrirtækisins er mjög skemmtileg en hún er lygasögu líkust en Larry Page og Sergey Brin byrjuðu með fyrirtækið í litlum bílskúr og ári síðar eru starfmennirnir orðnir átta og flytja þarf úr bílskúrnum. Bókin Google Story veitir innsýn inn í stofnun og vöxt Google sem er í dag eitt af þekktustu fyrirtækjunum í heimi með milljónir notenda daglega.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 13:22
Markaðssetning á blogginu
Öll fyrirtæki, bæði stór og smá vita að þau verða að ná beint til viðskiptavina sinna. Blog Marketing segir frá því hvernig markaðsfólk, almannatenglar, sem og lítil fyrirtæki geta nýtt bloggið til að ná beint til viðskiptavina sinna á hagkvæman og áhrifaríkan hátt. Bloggið býður upp á gagnvirka og skemmtilega leið til að koma upplýsingum á framfæri sem við þurfum öll á að halda áður en við tökum ákvarðanir um viðskipti. Bloggið eykur sýnileikafyrirtækja, getur skapað bein og betri tengsl milli fyrirtækja og viðskiptavina auk þess skapar bloggið jákvæða ímynd og sýnir að fyrirtækið sé að nýta sér mikilvægt markaðstól. Meira um þetta í Blog Marketing.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008 | 12:48
Fjárfestingar í fasteignum 101
Fasteignir eru vinsælasti fjáfestingakosturinn í dag og er mikilvægur hluti af eignasafni flestra. Í Trump Univesity Real Estate 101 lærir þú að fjárfesta í fasteignum á árangursríkan hátt og hvenær og hvernig þú eigir að skipta á fasteignum til að græða enn meiri peninga. En dæmið er ekki svo einfalt því fjármögnin skiptir öllu máli, bæði hvað varðar verðmæti eignarinnar og fjárstreymi. Ef þú vilt læra að fjárfesta í fasteignum á einfaldan og aðgengilegan hátt er Real Estate 101 bókin fyrir þig.
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2008 | 11:44
Síðustu droparnir af olíu
Allir sem nota olíu ættu að lesa þessa bók, sem þýðir að allir ættu að lesa hana. Olíuverð hefur ótrúleg áhrif á fjárhag flestra okkar og virðist afl olíunnar ótakmarkað. En þar sem um óendurnýjanlega auðlind er að ræða er gert ráð fyrir að olíubirgðir heimsins dugi aðeins í tugi ára til viðbótar. Í End of Oil fjallar Paul Roberts um olíu frá mörgum hliðum og þá orkugjafa sem koma til með að taka við af olíunni. Viðmælendur hans mjög fjölbreyttir og er eftirmálinn nýlega uppfærður.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2008 | 13:31
Heilagar kýr drepnar
Killing Sacred Cows er skyldulestur fyrir einstaklinga sem ætla að ná markmiðum sínum og vilja læra af þeim auðugu, draga í efa almennar kenningar um fjármál, fylgja ekki gagnrýnislaust almenningsálitinu og þrá innihalds- og árangursríkt líf. Killing Sacred Cows er fyrir þá sem eru fjárhagslega tengdir lífi sínu og framtíð sinni en vilja komast lengra. Lærðu að fjárfesta á öruggari hátt og á þann veg að fjárfestingar þínar beinist að því sem þú hefur þekkingu og áhuga á því þannig er fjármunum þínum best varið.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2008 | 12:39
Já er eina rétta svarið
Yes inniheldur 50 vísindalega sannaðar aðferðir við að fá fólk á þitt band og sannfæra það um að þú hafir rétt fyrir þér. Það sem betra er, er að Yes styðst við nýjustu rannsóknir um hvernig við hugsum og hegðum okkur. Mannkynið er áhrifagjarnt og þegar við sjáum aðra gera eitthvað, langar okkur að gera nákvæmlega það sama. Bókin Yes úrskýrir bæði, hvers vegna sumar áróðursherferðir virka eins vel og raun ber vitni, og aðrar eru dæmdar til að mistakast frá byrjun.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2008 | 13:00
Skoppaðu eins og þú eigir lífið að leysa
Almenn þekking segir þér að það sé alltaf eitthvað hægt að læra af mistökunm. Barry Moltz, höfundur Bounce, er ekki sammála þessu. Sum mistök eru hreinlega mistök og ber að túlka og afgreiða sem slík. Bounce útskýrir hvernig velgengni og slæmir tímar eru eðlilegur hluti af lífsskeiði fyrirtækja og að árangur til lengri tíma sé mikilvægari en skammtíma sjónarmið. Að vinna stríðið er takmarkið en ekki hver einasta orrusta sem verður á vegi þínum. Bounce sýnir hvernig á að byggja upp fyrirtæki sem þolir skoppið til lengri tíma því fyrirtæki þurfa virkilega að geta skoppað ef þau ætla að lifa af.
4.9.2008 | 12:54
Ríkasti maður veraldar
Buffett byrjaði með báðar hendur tómar og er í dag ríkasti maður veraldar. Fáar persónur eru jafn þekktar og umtalaðar í viðskiptaheiminum og Warren Buffett enda fer hann ekki hefðbundar leiðir í fjárfestingum. Margir reyna að feta í fótspor hans og er fjárfestingastefna hans útskýrð í Buffett, the making of an American Capitalist Roger Lowenstein, höfundur Buffet, the making of an American Capitalist hafði aðgang að Buffett, vinum hans og fjölskyldu í þrjú ár og lýsir hér hvaða persónu Buffett hefur að geyma.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 12:05
Enn ein staðfestingin á upprisu nördanna
The Pixar Touch er saga tæknibyltingarinnar sem gjörbreytti teiknimyndunum og tölvugerðum myndum. Saga Pixar hefur verið ótrúleg og er þetta fyrsta bókin um fyrirtækið, sem hefur breytt kvikmyndaiðnaðinum. Skemmtileg saga um tölvunördana sem gerðu Pixar að því sem það er í dag og er enn ein staðfestingin á upprisu nördanna.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 12:29
Einkenni framúrskarandi stjórnenda
Í metsölubókinni, First, Break All the Rules, kynna þeir Marcus Buckingham og Curt Coffman, starfsmenn Gallup Organization, stórmerkilegar niðurstöður rannsókna á fremstu stjórnendum í dag. Buckingham og Coffman útskýra hvernig góðir stjórnendur velja hæfileikaríka starfsmenn í stað þeirra reynslumeiri, hvaða kröfur stjórnendur setja, hvernig þeim tekst að hvetja mismunandi fólk á mismunandi hátt og hvernig framúrskarandi stjórnendur finna réttan stað fyrir hverja persónu í stað þess að setja þá á rétt þrep í fyrirtækinu.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skuld bókabúð
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar