21.9.2008 | 13:56
Áttundi lykillinn að velgengni
Dr. Covery kynnir hér til sögunnar fjögur mismunandi hlutverk hins nýja leiðtoga, stefnumótun, feta réttar leiðir, samhæfing og hvatning og hvernig þessi kostir geta breytt þér og fyrirtækinu. Hann útskýrir einnig hvernig fyrirtæki geta misst traustið og hvað það er mikilvægt hverju fyrirtæki að endurvekja traust ef það ætlar að lifa af. Covery leiðbeinir einnig fólki hvernig það á að framkvæma langanir sínar og hvernig það getur breytt fólki og fyrirtækjum.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2008 | 11:59
Stjórnir sem skila sína
Boards That Deliver fjallar um hvernig góðir stjórnunarhættir eru nýttir til að skapa samkeppnisforskot í stað þess að vera kvöð á fyrirtækinu. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Þessi bók ætti að vera skyldulesning fyrir alla þá sem sinna því ábyrgðarmikla hlutverki að sitja í stjórnum fyrirtækja eða stýra fyrirtækjum í dag. Ram Charan höfundur bókarinnar hefur hátt í fjögurra áratuga reynslu í ráðgjafastörfum fyrir fyrirtæki á borð við Bank of America, General Electric og Verizon.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 12:12
Stjórnaðu til árangurs
Með stöðugt harðandi samkeppni skiptir stefnumótun sífellt meira máli. Þrátt fyrir að flestir séu sammála þessu eru ná fyrirtæki ekki að koma stefnumótuninni nægjanlega vel í verk. Afleiðing þess verður svo lakari fjárhagslegri afkoma en áætlanir gera ráð fyrir. Dr. Robert Kaplan og David Norton, höfundar Execution Premium er með virtustu hugsuða á sviði stjórnunarvísinda um þessar mundir. Balanced Scorecard kerfið eða svokallað skorkort er eitt það besta sinnar tegundar til að samtvinna aðgerðir fyrirtækja við stefnu þeirra og markmið. Skorkortið hjálpar og einfaldar stjórnendum að fá skýra sýn á stefnu fyrirtækja og samstilla starfsfólk, viðskiptaeiningar og auðlindir undir eina stefnu.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 12:29
Gerðu vörumerkið að goðsögn
Byggt á ítarlegum rannsóknum á sögu þekktustu vörumerkja heims sýnir Douglas B. Holt Í bókinni How Brands Become Iceons, hvernig sterkt vörumerki verður að goðsögn. Douglas B. Holt nálgast viðfangsefnið með því að sýna menningarlegar andstæður sem hafa skapast með auglýsingum í stað þess að draga fram einstaka sameiginlega þætti eins og venjan er. Í bókinni er einnig nýtt líkan sem kollvarpar hefðbundnum markaðslögmálum og tekin eru dæmi á borð við gosdrykkinn Mountain Dew og ESPN.
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 14:18
Traust er undirstaða alls
Traust er hin nýja undirstaða hagkerfa samkvæmt Stephen M.R. Covey og hann sýnir hvernig traust og sá tími sem tekur að vinna traust hjá viðskiptavinum, starfsmönnum og öðrum hlutaðeigandi sé það mikilvægast í rekstri árangursríkra fyrirtækja. Í Speed of Trust er þessi nýja nálgun kynnt. Traust er undirstaða allra samskipta og viðskipta og í Speed of Trust eru leiðbeiningar um hvernig traust eru unnið á sem skemmstum tíma en sem mun vara til frambúðar.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 12:26
Stefnumiðað árangursmat
Balanced Scorecard eða skorkort hjálpar til við að koma framtíðarsýn og stefnu í verk með einfaldri aðferðafræði. Skorkortið er eitt af lykilatriðunum í árangurstengdri stjórnum en skorkortið svokallaða lítur til fjögurra þátta við að meta árangur fyrirækja, þ.e. fjárhagsleg, þekking á viðskiptavinunum, innri ferlar og lærdómur og vöxtur innan fyrirtækisins. Robert S. Kaplan annar af höfundum bókarinnar er staddur hér á landi og mun flytja fyrirlestur á morgun þar sem hann ræður nýjustu bók sína Execution Premium.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2008 | 12:23
Hvað þarf eiginlega að gera til að verða ráðinn?
Ef þú ert að leita að starfi núna þarftu að nýta þér allar leiðir til að ná forskoti á aðra í sömu sporum. What Does Somebody Have to Do to Get a Job Around Here? er skrifuð af reynsluboltanum Cynthia Shapiro fyrrum starfsmannastjóra og ljóstrar hún upp um helstu leyndarmálin sem liggja að baki því hvaða manneskja er ráðinn hverju sinni. Í bókinni listar hún upp 44 atriði sem eiga að hjálpa þér við að fá starfið sem þig langar til að fá.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2008 | 14:09
Sinntu viðskiptavinum þínum - af alvöru
Ef þú ert ekki að vinna fyrir viðskiptavini þína þá ertu ekki að sinna starfinu þínu. Eins einföld og þessi setning hér að framan kann að hljóma þá virðist boðskapur hennar eiga erfitt uppdráttar. Í Chocolates on the Pillow Aren´t Enough miðlar Jonathan Tisch áratuga reynslu sinni af þjónustu en hann hefur verið stjórnandi í ferðamannaiðnaði. Áhersla á smáatriði og áhugi verða að vera til staðar fyrir viðskiptavini þína því aðeins með jákvæðri upplifun færðu þá til að eiga aftur viðskipti við þig og það ánægjuleg að auki.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2008 | 13:32
Snillingur í markaðsmálum
Marketing Genius eftir Peter Fisk er yfirgripsmikill en auðlesinn leiðarvísir að markaðssetningu og kemur inn á alla helstu hliðar markaðsmála. Í Market Genius finnurðu, á einum stað, svörin við öllum spurning sem viðkoma markaðssetningu í dag. Hún fjallar um allt frá samspili milli heilahvela upp í hvernig þú skapar vöntun og gerviþarfir. Í Marketing Genius eru tekin mýmörg raunveruleg dæmi sem bregða betra ljósi á skilaboðin í bókinni.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2008 | 12:03
Taktu réttar ákvarðanir - alltaf
Við stöndum frammi fyrir því að þurfa taka margar ákvarðanir á hverjum einasta degi, bæði

Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skuld bókabúð
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar