Færsluflokkur: Vísindi og fræði
13.5.2009 | 16:27
Samfélag byggt á nýsköpun
The Creative Economy eftir John Hawkins fjallar um hvernig hægt er að skapa heilbrigt samfélag með stöðugri áherslu á nýsköpun. Í bókinni kemur hann þeirri skoðun sinni á framfæri að sköpun byggist á kröftum einstaklinga, bæði í starfi og vinnu. Stjórnvöld þurfi framtíðarsýn fyrir menntun, frumkvöðla, sprotafyrirtæki og einnig fyrir hlutverki sínu í viðskiptalífinu. John Hawkins heldur því fram að þær þjóðir sem styðji við nýsköpun geti hlúð að hlutverki einstaklinga í samfélaginu, ekki einungis til ábata fyrir þá sjálfa heldur samfélagið í heild.
8.4.2009 | 13:00
Hugmyndirnar þínar eru hverrar krónu virði
Í bókinni Penny For Your Thoughts er fjallað um hvernig hugmyndir þroskast upp í góð fyrirtæki. Sýnt er fram á hvernig hægt er að byggja upp fyrirtæki í góðum rekstri og vera jafnframt skapandi. Höfundar bókarinnar eru Tobias Nielsén, Dominic Power og Margrét Sigrún Sigurðardóttir sem kennir við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Í þessari bók er horft gagnrýnum augum á helstu goðsagnir viðskiptaheimsins um uppbyggingu og rekstur fyrirtækja. Í bókinni eru tekin fjölmörg dæmi úr atvinnulífinu og eru niðurstöður hennar byggðar á viðamiklum rannsóknum á fyrirtækjum í skapandi rekstri á Norðurlöndunum.
1.4.2009 | 13:04
Nýsköpun og skapandi hugsun
Mikilvægi skapandi hugsunar í dag þarf ekki að undirstrika. Óháð starfsvettvangi gefur það fólki alltaf samkeppnis forskot að koma með nýjar hugmyndir. The Art of Creative Thinking hjálpar þér að þróa skapandi hugsun og með dæmum af frumkvöðum, rithöfundum, vísindamönnum og listamönnum sýnir John Adair helstu þætti skapandi hugsunar. Art of Creative Thinking hjálpar þér að fá innblástur og vera meira skapandi í aðstæðum sem kalla á nýjar hugmyndir.
Vísindi og fræði | Breytt 2.4.2009 kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 12:37
Árangur útskýrður á nýjan hátt
Bókin Outliers eftir Malcolm Gladwell, höfund Tipping Point og Blink, leitast við að svara spurninguni, hvers vegna sumir ná meiri árangri en aðrir. Gladwell heldur því fram að ástæður árangurs séu ekki gáfur og metnaður heldur eigi að líta til umhverfis og aðstæðna fólks þegar verið að benda á ástæður þess að sumir skari fram úr. Þessi aðferð er mun flóknari en hefðbundnar skýringar á árangri en á sama tíma mun áhugaverðari. Outliers er ein af þeim bókum sem fær fólk til að sjá heiminn í nýju ljósi líkt og bækurnar Blink og Tipping Point.
13.2.2009 | 13:11
Leiðarvísir fyrir frumkvöðla
Skapaðu eins og guð, stýrðu eins og kóngur og starfaðu eins þræll eru skilaboð bókarinnar Rules for Revolutionaries eftir einn helsta sérfræðing frumkvöðlafræðanna, Guy Kawasaki. Hér fjallar hann um hvernig eigi að skapa og markaðssetja nýja vöru eða þjónustu. Það tekst eingöngu með því að taka stjórnina og geta tekið erfiðar en ígrundaðar ákvarðanir sem leiða til betri árangurs. Einnig er mikilvægt að undirbúa sig fyrir erfiða vinnu og mikið af henni. Til að fara frá byltingu að markmiði þarf að kynna sér aragrúa af upplýsingum um iðnaðinn, viðskiptavinina og samkeppnina og svo þarf að nýta þessar upplýsingar til áframhaldandi þróunar og miðla þeim áfram.
9.2.2009 | 12:28
Styrk stjórnun í afar erfiðu umhverfi
Í bókinni Leadership in the Era of Economic Uncertainty eftir Ram Charan er fjallað um hvernig stjórnendur eiga að leiða fyrirtæki í gegnum þá óvissutíma sem eru framundan. Bókin kemur inn á alla þætti í rekstri fyrirtækja sem snerta starf æðstu stjórnenda. Lestu, lærðu, notaðu og sigraðu eru einkunnarorð bókarinnar. Leadership in the Era of Economic Uncertainty bendir á að einungis þeir sem bregðist rétt við í núverandi aðstæðum komi til með að lifa af. Nauðsynlegt er að taka ákvarðanir fljótt og örugglega þrátt fyrir að þær geti verið sársaukafullar til skemmri tíma.
Um bloggið
Skuld bókabúð
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar