Lausnin er einföld

green collar economyÍ The Green Collar Economy er sett fram ein einföld lausn á tveimur stærstu vandamálum samtímans, hrynjandi efnahag og spillingu náttúrunnar. Efnahagurinn byggist nánast eingöngu á óendurnýtanlegum orkugjöfum og hækkandi verð leiðir til hærra verðs allra neysluvara. Í The Green Collar Economy sýnir Van Jones hvernig við getum skapað nýjan og umhverfisvænan efnahag. Lausnin kallar á samvinnu, vinnusemi og framlagi almennings, sem mun hafa í för með sér bæði lægra orkuverð og fleiri störf sem leiða til þess að hægt verður að snúa við hratt hrynjandi efnahag.

Gáfulegra að lesa um kampavín en að drekka það

Saga kampavíns hefur verið samofin sögu mikilmenna og fyrirfólks síðustu aldirnar og skipar kampavín Widow Clicquotenn sess í hugum fólks. Velgengi þess er þó ekki sprottin af sætum keimi þess né freyðandi útliti. Frábær markaðssetning Frakka í Champagne héraðinu fyrir rúmum tvö hundruð árum síðan á tímum Napoleon lifir enn. Alvöru dömur áttu ekki að innbyrða neitt nema humarsalat og kampavín og kampavín á að vera eina áfengið sem gerir konur fallegri eftir neyslu þess. The Widow Clicquot segir sögu ekkjunnar Barbe-Nicole Clicqout, sem tók við kampavínsfyrirtæki fjölskyldunnar aðeins 27 ára og hvernig hún skapaði og stjórnaði Clicquot kampavínsveldinu. Veldi Clicquot náði þá um alla mið Evrópu og alla leið til Rússlands og var aðeins 7% af framleiðslu fyrirtækisins selt í Frakklandi, annað var selt á erlenda markaði.


Ættbálkar

tribesÆttbálkur er hópur fólks, stór eða smár, sem tengjast á einhvern hátt. Hafa til að mynda sama leiðtoga og sömu hugmyndir. Í milljónir ára hefur mannkynið tilheyrt ættbálkum, hvort sem tengjast trú, þjóð, hugsjónum eða ákveðnum lífstíl. Fjarlægðir, kostnaður og tími skilgreina ekki lengur hópa og blogg og samfélagsvefir hafa búið til nýjan vettvang fyrir fólk að mynda hópa á grundvelli hugmynda og hugsjóna. Tribes eftir metsöluhöfundinn Seth Godin fær þig til að sjá tækifærin sem felast í því að leiða samstarfsfélaga þína, viðskiptavini, fjárfesta og lesendur. Það er ekki auðvelt en líka auðveldara en þú heldur.

Hæfileikar eru ofmetnir

talent is overratedEin vinsælasta grein sem hefur birst í tímaritinu Fortune í mörg ár var „What It Takes to Be Great“ eftir Geoff Colvin sem nú hefur þróast í bókina, Talent is Overrated. Geoff Colvin kom með nýjar sannanir á því að framúrskarandi einstaklingar, allt frá Tiger Woods til Winston Churchill, fæðast ekki svona heldur er það áratuga vinna og sjálfsagi sem skiptir sköpum. Það skiptir einnig gríðarlega miklu máli að gera hlutina rétt, læra af mistökum og sífellt að reyna að verða betri í hverju því sem þú tekur þér fyrir hendur, því þannig næst framúrskarandi árangur. 

Maðurinn sem gleymdist í kreppunni

forgotten manThe Forgotten Man sýnir nýja hlið á kreppunni miklu en bókin segir sögur venjulegra einstaklinga og hvernig mörgum tókst að skapa eitthvað jákvætt úr aðstöðunni með frumkvæði og leiðtogahæfileikum. Sumir einstaklingarnir voru þekktir, t.d. stofnandi Alcholics Anonymous en hann vildi sýna fram á að lítil samfélög gætu hjálpað sér sjálf og Father Divine, sem leiddi þúsundir í gegnum kreppuna með predikunum sínum og gospelsöngvum.

Lestu rétt í tölurnar

warren buffett and interpretationWarren Buffett and the Interpretation of Financial Statements er einfaldur og aðgengilegur leiðarvísir að því hvernig eigi að lesa í fjárhagsreikninga fyrirtækja. Við verðmat fyrirtækja segir Warren Buffet að rekstrarreikningar og efnahagsreikningar fyrirtækja skipti öllu máli sem og sumar af verðkennitölur fyrirtækja og eru tekin mörg dæmi í bókinni. Aðferð Warren Buffett við að meta fyrirtæki er notuð til hliðsjónar til að sýna lesendum hvernig eiga að koma auga á einkenni fyrirtækja sem talin eru hafa samkeppnisforskot til lengri tíma og einnig er varpað ljósi á hvaða fyrirtæki beri ávallt að forðast þrátt fyrir hagstætt verð.  

Annað fréttabréf Skuldar komið út

Fréttabréf nóvember síða 1Annað fréttabréf Skuldar er komið út, meðal efnis er umfjöllun um nýja og spennandi titla í Skuld, bók mánaðarins í viðskiptabókaklúbbi Skuldar og mest seldu bækurnar. Hér er linkur á fréttabréfið: http://bokabudin.is/frettabref/nov2008.pdf

Leiðin að betri samskiptum

art and science of communicationThe Art and Science of Communcation er góður leiðarvísir að árangursríkum samskiptum sem eru talin vera lykillinn að árangri, bæði í einkalífinu og á vinnustað. Hversu góður þú ert í að tjá þig og skilja aðra ræður því miklu um örlög þín. Í bókinni er sett fram sjö þrepa módel sem tekur á öllum hliðum mannlegra samskipta og með þeirri nálgun er hægt að eiga betri samskipti hvar sem eru, við hverja sem er og undir hvaða kringumstæðum sem er.

Vertu betri stjórnandi

betrunBetrun eftir Þór Sigfússon, fjallar um hvernig bæta megi stjórnun með því að læra af mistökum. Hér segir Þór frá reynslu sinni sem forstjóri Sjóvá og segir frá mistökum sem hann hefur gert þegar hann lítur um öxl. Þór hefur víðtæka stjórnunarreynslu og einnig kemur glögglega í ljós í bókinni einskær áhugi hans á stjórnun og fjallar hann um margar af áhugaverðustu stjórnunarbókum síðustu ára í bókinni. Bókin er góð og áhugaverð lesning og einkennist af heiðarlegri og opinskárri frásögn nútíma stjórnanda, sem ekki er algent að sjá á Íslandi.

Uppgangur og fall vínframleiðanda

house of mondaviThe House of Mondavi segir frá uppgangi og falli vínveldisins Mondavi undir stjórn samnefndrar fjölskyldu. Bókin segir frá fjórum ættliðum hæfileikaríkra og framsýnna vínframleiðenda í Napa Valley í Kaliforníu. En allt tekur endi um síðir og er stjórnarformanninum Micheal Mondavi vikið frá úr starfi af sitjandi stjórn. Michael kemst að því að faðir hans og systir eru samþykk því að hann sé látinn víkja og svo í framhaldinu tekst stjórnendum félagsins að ná félaginu á sitt vald. Spennandi saga áhugaverðs fyrirtækis í bland við gott fjölskyldudrama.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skuld bókabúð

Höfundur

Skuld bókabúð
Skuld bókabúð
Skuld bókabúð er fyrsta verslunin sem sérhæfir sig í sölu bóka tengdum hinum ýmsu hliðum viðskiptalífsins. Allir titlarnir sem hér er fjallað um fást í Skuld bókabúð á Laugavegi 51. Netfangið er skuld@skuld.is  Símanúmerið er: 552 0645. Heimasíða Skuldar er www.skuld.is
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Rússland Pútíns
  • managing energy risk
  • Hrunið
  • how the mighty fall
  • new gold standard

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 574

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband