Færsluflokkur: Fjármál

Orkuáhættu stjórnað

managing energy riskManaging Energy Risk fjallar um áhættu varðandi orku á almennan, efnahagslegan og stærðfræðilegan hátt. Managing Energy Risk nálgast bæði markaði með eldsneyti, útblástur sem og rafmagn. Bókin er ein af fjölmörgum grundvallar fjármálabókum sem Wiley hefur gefið út og inniheldur mörg praktískt dæmi.

Hrunið komið í hús

 Hrunið

HRUNIÐ: ÍSLAND Á BARMI GJALDÞROTS OG UPPLAUSNAR er fyrsta heildaryfirlitið yfir íslenska efnahagshrunið og eftirmál þess – allt frá því að óveðursský kreppunnar tóku að hrannast upp erlendis og þar til ríkisstjórnin fór frá völdum.


Snúðu vörn í sókn

how the mighty fallÍ How the Mighty Fall, eftir Jim Collins, höfund Good to Great og Built to Last, er því svarað hvernig stöndug fyrirtæki geta fallið sem og hvernig hægt er að snúa vörn í sókn. Í bókinni kynnir Jim Collins niðurstöðu margra ára rannsóknar á niðursveiflum í rekstri og skilgreinir fimm mismunandi skref hjá fyrirtækjum á niðurleið en örlög liggja algjörlega í höndum stjórnenda þeirra.

Veittu bestu þjónustuna

new gold standardÞegar kemur að því að endurskilgreina þjónustustig og bjóða upp á upp afburða gestrisni komast fáar hótelkeðjur þar sem The Ritz-Carlton hótelkeðjan hefur hælana. Í bókinni The New Gold Standard eftir Joseph Mitchell er lögð áhersla á að þekkja sífellt auknar kröfur viðskiptavina, hvetja starfsfólk með því að sýna þeim ómælda virðingu og búa til afbragðs þjálfunarferli. Joseph Mitchell er höfundur metsölubókarinnar Starbucks Experience.

Sú sem allt snýst um, evran

EuroÍ The Euro fjallar David Marsh um evruna allt frá hugmynd að veruleika þar sem Bretland, Bandaríkin ásamt Frakklandi og Þýskalandi hafa spilað stórt hlutverk í atburðarásinni. Bókin byggir á samtölum við þá sem hafa stýrt framgöngu evrunnar ásamt innihaldi trúnaðargagna. Í The Euro er fjallað um kosti og galla evrunnar og einnig þær hindranir sem hún hefur yfirstigið sem gjaldmiðill. Einnig er fjallað á gagnrýninn hátt um aukna erfiðleika samfara mismuni aðildarlanda í stjórnmálalegu og efnahagslegu samhengi. Góður og fræðandi leiðarvísir um gjaldmiðil sem skiptir sköpum fyrir framtíð Íslands.

Dýrslegt eðli

animal spiritsYfirstandandi efnahagsþrengingar hafa gert það illa ljóst að mannlegir veikleikar hafa áhrif á velferð þjóða í daga. Frá blindri trú á sífellt hækkandi húsnæðisverð og trausti á fjármálamarkaði er mannlegt eðli að hafa mikil áhrif á þróun efnahagsmála um allan heim. Í bókinni Animal Spirits benda hagfræðingarnir George Akerlof og Robert Shiller á vankanta hagfræðinnar og kenninga hennar þegar kemur að því að skilja hvaða hvatir stjórna ákvörðunum fólks og sköpuðu þær aðstæður sem við búum við í dag. Í bókinni er settar fram nýjar kenningar sem munu breyta hagfræðinni til framtíðar og endurvekja hagsæld.

Besta leiðin til að ræna banka er að eiga hann

best way to rob a bankHneyksli i kringum fall fyrirtækja á borð við Enron, WorldCom og Tyco hafa skilið eftir reiða fjárfesta, starfsmenn, blaðamenn og eftirlitsaðila. Háværar kröfur eru uppi um hvernig raunverulega er hægt að telja öllum trú um að eitthvað frábært væri á ferðinni þegar raun er allt önnur. Spurningum á borð við hvernig endurskoðendur hafa samþykkt reikninga og hvernig eftirlitsaðilar bregðast er svarað í bókinni The Best Way to Rob a Bank is to Own One eftir William T. Black.

Breyttu áhættu í tækifæri

second bounce of the ballThe Second Bounce of the Ball eftir Ronald Cohen fjallar um hvernig á að sjá tækifæri í áhættunni og átta sig á því að við vitum hvað er að gerast um þessar mundir en tækifærin felast í því að vita hvað gerist næst. Til að byggja upp traustan og stöðugan rekstur þarf að sjá tækifæri í óvissunni sem framtíðin ber í skauti sér. Nauðsynlegt er að átta sig á hvað kemur til með að gerast næst og staðsetja fyrirtækið á þann hátt að það sé í stakk búið til að hagnast á þeim breytingum sem eiga sér ávallt stað.

Spilaborgin fellur – sönn hryllingssaga

house of cardsThe House of Cards eftir William D. Cohan fjallar um hvernig spilaborgin Wall Street féll. Bókin byggir á viðtölum við yfir 100 núverandi og fyrrverandi starfsmenn banka og er rakin saga hrunsins frá því að tölvupóstur þess eðlis að Bear Sterns séu gjaldþrota er skrifaður í mars 2008. Þessi sanna hryllingssaga fjallar hvað raunverulega gerðist á Wall Street og í viðskiptalífi Bandaríkjanna á óvæginn hátt. William D. Cohan hefur áður fengið verðlaun fyrir viðskiptabók árins hjá Financial Times og Goldman Sachs fyrir bók sína The Last Tycoons.

Bóksala eykst milli mánaða

Mars 2009Annað fréttabréf Skuldar bókabúðar árið 2009 er komið út. Meðal efnis þar er:

 

·         Bókasala eykst í Skuld milli mánaða fyrstu mánuði 2009

 

·         Aukin áhersla á bækur um nýsköpun og frumkvöðla í Skuld bókabúð

 

·         Bók mánaðarins í bókaklúbbi Skuldar og bókaklúbbnum Emmu sem sérhæfir sig í bókum tengdum mannauðsmálum

 

·         Mest seldu bækurnar í Skuld

 

Einnig er hægt að nálgast fréttabréfið á þessari slóð:  http://bokabudin.is/frettabref/mars2009.pdf


Næsta síða »

Um bloggið

Skuld bókabúð

Höfundur

Skuld bókabúð
Skuld bókabúð
Skuld bókabúð er fyrsta verslunin sem sérhæfir sig í sölu bóka tengdum hinum ýmsu hliðum viðskiptalífsins. Allir titlarnir sem hér er fjallað um fást í Skuld bókabúð á Laugavegi 51. Netfangið er skuld@skuld.is  Símanúmerið er: 552 0645. Heimasíða Skuldar er www.skuld.is
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Rússland Pútíns
  • managing energy risk
  • Hrunið
  • how the mighty fall
  • new gold standard

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband