Færsluflokkur: Bækur
10.7.2008 | 12:09
Warren Buffett aðferðin
Warren Buffett aðferðin eftir Robert G. Hagstrom útskýrir hvaða aðferðir Warren Buffett hefur notað í fjárfestingum hafa orðið til þess að Buffett er talinn besti fjárfestir allra tíma. Buffett hefur alltaf sagt að hver sem er geti gert það sem hann gerir en hann stundar virðisfjárfestingar. Í bókinni er farið yfir sögu Buffetts, kjarni fjárfestingaraðferðar Buffetts útlistaður, útskýrt hvernig Buffett stýrir eignasafni sínu og síðast en ekki síst sagt frá hvernig buffett nýtir sér sveiflur á mörkuðum til að græða enn meira.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2008 | 15:33
Stærsta búð í heimi
The perfect store fjallar um hvernig eBay varð til og þróaðist í að verða stærsta búð í heimi. Saga eBay er mjög skemmtileg og sýnir glögglega hvernig ein hugdetta getur orðið að einhverju svo margfalt meira. eBay er í dag alþjóðlegt vörutorg þar sem allir geta keypt og selt sínar vörur eða jafnvel gömlu flíkurnar sínar. Á eBay má segja að ríki fullkomin verðlagning sem byggir á lögmálinum um framboð og eftirspurn.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2008 | 12:12
Markaðssetning snýst um frumleika
Hefðbundnar leiðir við markaðssetning eru orðnar úreltar að mati Mark Earls, höfundar bókarinnar Welcome to the Creative Age. Mark heldur því þar fram að frumleiki og góðar hugmyndir séu þær leiðir sem verði að nýta til að ná til vænts markhóps. Bókin er ítarleg og hentar vel fyrir þá sem eru lengra komnir í markaðspælingum.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2008 | 13:10
Hláturinn bætir og kætir
Lífið er til að hafa gaman af og það viðhorf ættu allir að yfirfara á vinnuumhverfið samkvæmt The Levity Effect. Húmor og léttleiki eiga við ímyndarvandamál að stríða að því er kemur fram í The Levity Effect en í bókinni er bersýnilega sýnt fram á það að þeir sem gefa lítið fyrir húmor og léttleika á vinnustað hafa rangt fyrir sér. Smá kæruleysi í bland við góða kímni i bætir ekki einungis vinnuandann og laðar að hæfara starfsfólk heldur leiðir einnig til aukinnar framleiðni.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2008 | 12:43
Fjárfestu eins og atvinnumaður í Kína
Becoming Your Own China Stock Guru er uppfull af leiðbeiningum um hvernig eigi að fjárfesta eins og atvinnumaður í Kína og hvað beri að varast. Einnig er útskýrt hvernig Kína hefur orðið það efnahagsveldi sem það er og hver áhrif hnignunar Bandaríkjanna hafa haft. James Trippon, höfundur bókarinnar hefur yfir 20 ára reynslu af fjárfestingum í Kína og stýrir stærsta fyrirtækinu í hlutabréfagreiningum á meginlandi Kína. Í bókinni tekst James Trippon að bregða upp heildarmynd af fjárfestingarmöguleikunum í Kína og inn á milli gefur hann lesendum mörg góð smærri ráð.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2008 | 13:40
Lexusinn og ólívutréð
Í The Lexus and the Olive Tree bregður Thomas L. Friedman upp mynd af því hvernig alþjóðavæðingin hefur breytt heiminum og þeim raunveruleika sem við búum í. Heimsmyndin var einföld á tímum kalda strísins en nú ferðast fjármunir, fólk og upplýsingar um heiminn og landamæri skipta þar oft litlu eða engu máli. Í The Lexus and the Olive Tree tekst Thomas L. Friedman að koma flóknum hlutum á framfæri á skemmtilega, eðlilegan og einfaldan hátt. Thomas L. Friedman hefur fengið Pulitzer verðlaunin og skrifar um alþjóðamál hjá The New York Times.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2008 | 12:48
Besta bókin á markaðnum
Bókin The Best Book on the Market eftir Eamonn Butler segir lesendum að gleyma öllu því sem þeir hafa lært um hvernig frjálsir markaðir virka. Lögmálin um framboð og eftirspurn virka ekki að mati Eamonn Butler og því þarf nýja og mannlegri hugmyndafræði til að nálgast lögmál markaða. Hann veltir einnig fyrir sér spurningunni hvort frjáls markaður sé yfirhöfuð til og fjallar um hver áhrif ríkisafskipta eru.
Bækur | Breytt 3.7.2008 kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2008 | 12:46
Góðar glærukynningar
Glærukynningar er ein af algengustu leiðum fólks í viðskiptalífinu við að koma sér og sínu á framfæri og í bókinni I hate Presentations er farið nákvæmlega í gegnum hvað virkar og hvað ber að varast. Glærukynningar er samskiptaleið sem margir vanmeta og nýta gamlar kynningaraðferðir en bókin kennir fólki tæknina við að halda og búa til kynningar sem slá í gegn og nýta þessa samskiptaleið til hins ítrasta.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 12:27
Leiðarvísir að Mið-Austurlöndum
Dubai & Co. er ítarlegur og góður leiðarvísir að því hvernig eiga á viðskipti í Mið-Austurlöndum í blöndu við mjög áhugaverðar staðreyndir um Mið-Austurlönd. Einnig eru þær mítur sem lifa góðu lífi um Mið-Austurlönd leiðréttar. Gífurleg auðævi hafa gjörbreytt Mið-Austurlöndum á síðustu áratugum og eru þau ein af áhrifamestu efnahagssvæðum okkar tíma. Leiðin að velgengi í viðskiptum þar er samkvæmt bókinni lengri og erfiðari en á mörgum öðrum mörkuðum og því verða ákvarðanir að vera byggðar á reynslu og þekkingu. Eftir lestur bókarinnar efast enginn um þá staðreynd, að Mið-Austurlöndin verði ráðandi afl í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi á næstu árum og áratugum.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2008 | 16:03
Mér var sagt upp – hvað svo?
Burning the Suit fjallar um þá krísu sem fólk getur lent í þegar því er sagt upp. Höfundurinn, Andrew Taylor, byggir bókina á eigin reynslu og fléttar við hana frásögn annarra sem hafa lent í sömu sporum. Andrew Taylor gekk í gegnum krísu þegar honum var sagt upp eftir 16 ára starf hjá sama fyrirtækinu og eitt af því sem hann tók sér fyrir hendur var að skrifa dálk sem fjallaði um hvaða áhrif uppsagnir hafa á fólk. Skilaboð bókarinnar eru að það á að líta á uppsagnir sem upphafið að einhverju spennandi þrátt fyrir að oft sé erfitt að koma auga á tækifærin við þessar aðstæður.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skuld bókabúð
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar