Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Besta leiðin til að ræna banka er að eiga hann

best way to rob a bankHneyksli i kringum fall fyrirtækja á borð við Enron, WorldCom og Tyco hafa skilið eftir reiða fjárfesta, starfsmenn, blaðamenn og eftirlitsaðila. Háværar kröfur eru uppi um hvernig raunverulega er hægt að telja öllum trú um að eitthvað frábært væri á ferðinni þegar raun er allt önnur. Spurningum á borð við hvernig endurskoðendur hafa samþykkt reikninga og hvernig eftirlitsaðilar bregðast er svarað í bókinni The Best Way to Rob a Bank is to Own One eftir William T. Black.

Vanmetnar samfélagsbreytingar

buying inVörumerki eiga erfitt uppdráttar og auglýsingar skila ekki jafn miklum árangri og áður. Áhorf á sjónvarpsefni í gegnum netið og önnur tækni hafa gert auglýsendum flóknara um vik að ná til neytenda og eins helst athygli fólks mun skemur en áður. Neytendur hafa tekið yfir og stjórna framboðinu eða svo er almennt talið. Í Buying In skrifar Rob Walker um hvers vegna fyrrnefnd staðhæfing er svo mikilvæg varðandi breytingar á samfélaginu til framtíðar. Þátttaka neytenda hefur aldrei skipt meira máli og viðskiptavinir eiga nú oft auðvelt með að hafa sjálfir bein áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækja.


Temdu þér hugmyndaauðgi

creative habitAllt sem þarf til að vera skapandi er viljinn til að gera það að vana. Góðar hugmyndir koma með undirbúningi og vinnu óháð persónuleika. Hvort sem þú ert málari, tónlistarmaður eða einstaklingur sem vill skapa eitthvað eru útskýrðar 32 leiðir í The Creative Habit eftir Twyla Tharp um hvernig fólk temur sér hugmyndaauðgi.


Breyttu áhættu í tækifæri

second bounce of the ballThe Second Bounce of the Ball eftir Ronald Cohen fjallar um hvernig á að sjá tækifæri í áhættunni og átta sig á því að við vitum hvað er að gerast um þessar mundir en tækifærin felast í því að vita hvað gerist næst. Til að byggja upp traustan og stöðugan rekstur þarf að sjá tækifæri í óvissunni sem framtíðin ber í skauti sér. Nauðsynlegt er að átta sig á hvað kemur til með að gerast næst og staðsetja fyrirtækið á þann hátt að það sé í stakk búið til að hagnast á þeim breytingum sem eiga sér ávallt stað.

Hugmyndirnar þínar eru hverrar krónu virði

penny for your thoughtsÍ bókinni Penny For Your Thoughts er fjallað um hvernig hugmyndir þroskast upp í góð fyrirtæki. Sýnt er fram á hvernig hægt er að byggja upp fyrirtæki í góðum rekstri og vera jafnframt skapandi. Höfundar bókarinnar eru Tobias Nielsén, Dominic Power og Margrét Sigrún Sigurðardóttir sem kennir við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Í þessari bók er horft gagnrýnum augum á helstu goðsagnir viðskiptaheimsins um uppbyggingu og rekstur fyrirtækja. Í bókinni eru tekin fjölmörg dæmi úr atvinnulífinu og eru niðurstöður hennar byggðar á viðamiklum rannsóknum á fyrirtækjum í skapandi rekstri á Norðurlöndunum.

Spilaborgin fellur – sönn hryllingssaga

house of cardsThe House of Cards eftir William D. Cohan fjallar um hvernig spilaborgin Wall Street féll. Bókin byggir á viðtölum við yfir 100 núverandi og fyrrverandi starfsmenn banka og er rakin saga hrunsins frá því að tölvupóstur þess eðlis að Bear Sterns séu gjaldþrota er skrifaður í mars 2008. Þessi sanna hryllingssaga fjallar hvað raunverulega gerðist á Wall Street og í viðskiptalífi Bandaríkjanna á óvæginn hátt. William D. Cohan hefur áður fengið verðlaun fyrir viðskiptabók árins hjá Financial Times og Goldman Sachs fyrir bók sína The Last Tycoons.

Hvað eiga þeir sem lifa af sameiginlegt?

survivors clubÍ The Survivors Club skoðar Ben Sherwood hvað þeir sem komast af, eiga sameiginlegt. Allt í kringum okkur leynast hættur og ógnanir sem við teljum að tilviljunin ein ráði því hverjir verða fyrir. Með niðurstöðum vísindarannsókna, sönnum reynslusögum, og könnun höfundar á hermönnum sýnir höfundurinn fram á að sumir eru líklegri til að lenda í óhöppum og skiptir persónuleiki þinn höfuðmáli þegar mikið liggur við.


Nýsköpun og skapandi hugsun

art of creative thinkingMikilvægi skapandi hugsunar í dag þarf ekki að undirstrika. Óháð starfsvettvangi gefur það fólki alltaf samkeppnis forskot að koma með nýjar hugmyndir. The Art of Creative Thinking hjálpar þér að þróa skapandi hugsun og með dæmum af frumkvöðum, rithöfundum, vísindamönnum og listamönnum sýnir John Adair helstu þætti skapandi hugsunar. Art of Creative Thinking hjálpar þér að fá innblástur og vera meira skapandi í aðstæðum sem kalla á nýjar hugmyndir.

Árásamaður efnahagskerfa játar syndir sínar

confessions of an economicÍ metsölubókinni Confessions of an Economic Hit Man segir John Perkins frá reynslu sinni sem árásarmaður á efnahagskerfi þróunarlanda. John Perkins vann hjá alþjóðastofnunum við að græða  umtalsverðar fjárhæðir af óeiningu, valdabrölti og glæpum í ýmsum ríkjum. Vopnin sem notuð voru eru allt frá fjármálaskýrslum og mútum til falsaðri kosningar og morða. John Perkins og kollegar hans spila einfaldan leik sem þekkst hefur frá fornu fari en birtingarmyndir hans eru nú allt aðrar og kemur mjög á óvart að þeir svífast einskis.

John Perkins höfundur bókarinnar verður hér á landi um næstu helgi og kemur m.a. fram í Silfri Egils.


Bóksala eykst milli mánaða

Mars 2009Annað fréttabréf Skuldar bókabúðar árið 2009 er komið út. Meðal efnis þar er:

 

·         Bókasala eykst í Skuld milli mánaða fyrstu mánuði 2009

 

·         Aukin áhersla á bækur um nýsköpun og frumkvöðla í Skuld bókabúð

 

·         Bók mánaðarins í bókaklúbbi Skuldar og bókaklúbbnum Emmu sem sérhæfir sig í bókum tengdum mannauðsmálum

 

·         Mest seldu bækurnar í Skuld

 

Einnig er hægt að nálgast fréttabréfið á þessari slóð:  http://bokabudin.is/frettabref/mars2009.pdf


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skuld bókabúð

Höfundur

Skuld bókabúð
Skuld bókabúð
Skuld bókabúð er fyrsta verslunin sem sérhæfir sig í sölu bóka tengdum hinum ýmsu hliðum viðskiptalífsins. Allir titlarnir sem hér er fjallað um fást í Skuld bókabúð á Laugavegi 51. Netfangið er skuld@skuld.is  Símanúmerið er: 552 0645. Heimasíða Skuldar er www.skuld.is
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Rússland Pútíns
  • managing energy risk
  • Hrunið
  • how the mighty fall
  • new gold standard

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband