Færsluflokkur: Tölvur og tækni
26.2.2009 | 14:11
Skaraðu fram úr í breyttum heimi
Groundswell eftir Charlene Li fjallar um hvernig fyrirtæki og einstaklingar þurfa að aðlagast breyttum heimi sem stýrist af stöðugum nýjungum í samskiptaleiðum og upplýsingamiðlun. Fyrirtæki eru að kynna sér nýjungar á borð við blogg, YouTube, samfélagsvefi og podcast með mismiklum árangri og áhuga en með því eru þau að missa af gríðarlegum tækifærum sem felast í því að nýta sér einfaldar, ódýrar og áhrifamiklar leiðir við að koma skilaboðum á framfæri.
3.2.2009 | 12:17
Markaðssetning á Facebook
Facebook Marketing er leiðarvísir að því hvernig ber að nota samskiptatólið Facebook til markaðssetningar á vörum eða þjónustu eða nánast hverju sem eru. Steven Holzner höfundur bókarinnar segir að Facebook sé mest ört vaxandi markaðstól sem fyrirfinnst í dag en þar virki ekki hefðbundnar leiðir við markaðssetningu. Óháð því hvernig viðskipti þú stundar getur þú nýtt Facebook á áhrifaríkan hátt. Ekki skemmir heldur fyrir að hægt er að ná ansi langt í markaðssetningu á Facebook án þess að það þurfi að kosta háar upphæðir.
11.9.2008 | 13:03
Saga Google lygasögu líkust
Í vikunni fagnaði leitarvélin Google 10 ára afmæli sínu, en stofnendur þess, Larry Page og Sergey Brin, hittust fyrst árið 1995 í stanford háskóla. Saga fyrirtækisins er mjög skemmtileg en hún er lygasögu líkust en Larry Page og Sergey Brin byrjuðu með fyrirtækið í litlum bílskúr og ári síðar eru starfmennirnir orðnir átta og flytja þarf úr bílskúrnum. Bókin Google Story veitir innsýn inn í stofnun og vöxt Google sem er í dag eitt af þekktustu fyrirtækjunum í heimi með milljónir notenda daglega.
Um bloggið
Skuld bókabúð
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar