27.6.2008 | 16:03
Mér var sagt upp – hvað svo?
Burning the Suit fjallar um þá krísu sem fólk getur lent í þegar því er sagt upp. Höfundurinn, Andrew Taylor, byggir bókina á eigin reynslu og fléttar við hana frásögn annarra sem hafa lent í sömu sporum. Andrew Taylor gekk í gegnum krísu þegar honum var sagt upp eftir 16 ára starf hjá sama fyrirtækinu og eitt af því sem hann tók sér fyrir hendur var að skrifa dálk sem fjallaði um hvaða áhrif uppsagnir hafa á fólk. Skilaboð bókarinnar eru að það á að líta á uppsagnir sem upphafið að einhverju spennandi þrátt fyrir að oft sé erfitt að koma auga á tækifærin við þessar aðstæður.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 16:18
The Three Tensions
The three tensions segir frá hvernig velja eigi réttar áherslur í rekstri, þ.e. hvaða þætti á að leggja meiri áherslu á en aðra og hvað sé til ráða. Spurningum á borð við hvort arðsemi sé mikilvægari en vöxtur og hvort langtímasjónarmið séu mikilvægari en skammtímasjónarmið er svarað í The Three Tensions. Höfundar bókarinnar, Dominic Dodd og Ken Favaro hafa yfir 40 ára reynslu af að vinna fyrir mörg af fremstu fyrirtækjum heims og unni þeir bókina út frá gögnum frá yfir eitt þúsund fyrirtækjum. Að auki byggja þeir bókina á ítarlegum viðtölum við stjórnarformenn og forstjóra yfir 20 stórfyrirtækja á borð við Alcan, Xerox, Reuters og Roche.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 13:16
Made to Stick
Made to Stick fjallar um hvernig og hvers vegna sumar hugmyndir skila árangri en aðrar eiga aldrei möguleika. Made to Stick gengur út frá því að það séu sex atriði sem skilji góðar hugmyndir frá verri. Þessi sex atriði eru: einfaldleiki, komi á óvart, sé gegnheil, hafa trúverðugleika, vekji upp tilfinningar hjá fólki og sé góð saga.
Made to Stick hentar öllum þeim sem þurfa að koma einhverjum skoðunum og hugmyndum á framfæri því það er eitt að hafa hugmynd og allt annað að fá fólk til að breyta hugsunarhætti eða venjum í samræmi við þessar nýju skoðanir eða hugmyndir og Made to Stick kemur lesandanum langt.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 13:21
Tribal Business School
Tribal Business School tengir saman lífsbaráttu 80 frumstæðra ættbálka og baráttu fyrirtækja við að komast af. Jo Owen, höfundur bókarinnar, heimsótti yfir 80 ættbálka víðs vegar um heiminn og komst að því hvaða eiginleikar í fari þessara ættbálka hefur orðið til þess að þeir hafi lifað af og heimfærir á fyrirtæki nútímans. Fyrirtæki og stjórnendur geta lært mikið af því að tileinka sér þessar oft á tíðum einföldu en skynsömu leikreglur. Leyndardómar ættbálkana ögra viðurkenndum skoðunum um lífsbaráttu fyrirtækja, hvað skili árangri og hvað sé framúrskarandi á mjög nýstárlegan hátt.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 14:27
Sæt saga súkkulaðsins

Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2008 | 14:45
Konur - drifkraftur næstu efnahagsbyltingar

Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2008 | 17:59
Naked conversations

Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skuld bókabúð
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar