Rússland Pútíns

Rússland PútínsRússland Pútíns er frásögn Önnu Politkovskaja fyrrverandi fréttaritara í Rússlandi sem var myrt árið 2006 og er nú komin út í íslenskri þýðingu. Bókin segir frá Rússlandi nútímans, m.a. meðferð á rússneskum hermönnum sem eru svo hrikalegar að erfitt er að trúa að svo hriklegir hlutir séu að eiga sér stað í dag. Frásagnir í bókinni sýna glögglega að mannréttindi eru ekki virt í Rússlandi og spillingin virðist vera allsráðandi og virðist einungis vera að aukast. Rússland Pútíns er bók sem allir ættu að lesa, sérstaklega í ljósi þess að íslensk stjórnvöld eru að vinna að því að fá gríðarlega stórt lán frá rússneskum stjórnvöldum.

Orkuáhættu stjórnað

managing energy riskManaging Energy Risk fjallar um áhættu varðandi orku á almennan, efnahagslegan og stærðfræðilegan hátt. Managing Energy Risk nálgast bæði markaði með eldsneyti, útblástur sem og rafmagn. Bókin er ein af fjölmörgum grundvallar fjármálabókum sem Wiley hefur gefið út og inniheldur mörg praktískt dæmi.

Hrunið komið í hús

 Hrunið

HRUNIÐ: ÍSLAND Á BARMI GJALDÞROTS OG UPPLAUSNAR er fyrsta heildaryfirlitið yfir íslenska efnahagshrunið og eftirmál þess – allt frá því að óveðursský kreppunnar tóku að hrannast upp erlendis og þar til ríkisstjórnin fór frá völdum.


Snúðu vörn í sókn

how the mighty fallÍ How the Mighty Fall, eftir Jim Collins, höfund Good to Great og Built to Last, er því svarað hvernig stöndug fyrirtæki geta fallið sem og hvernig hægt er að snúa vörn í sókn. Í bókinni kynnir Jim Collins niðurstöðu margra ára rannsóknar á niðursveiflum í rekstri og skilgreinir fimm mismunandi skref hjá fyrirtækjum á niðurleið en örlög liggja algjörlega í höndum stjórnenda þeirra.

Veittu bestu þjónustuna

new gold standardÞegar kemur að því að endurskilgreina þjónustustig og bjóða upp á upp afburða gestrisni komast fáar hótelkeðjur þar sem The Ritz-Carlton hótelkeðjan hefur hælana. Í bókinni The New Gold Standard eftir Joseph Mitchell er lögð áhersla á að þekkja sífellt auknar kröfur viðskiptavina, hvetja starfsfólk með því að sýna þeim ómælda virðingu og búa til afbragðs þjálfunarferli. Joseph Mitchell er höfundur metsölubókarinnar Starbucks Experience.

Samfélag byggt á nýsköpun

creative economyThe Creative Economy eftir John Hawkins fjallar um hvernig hægt er að skapa heilbrigt samfélag með stöðugri áherslu á nýsköpun. Í bókinni kemur hann þeirri skoðun sinni á framfæri að sköpun byggist á kröftum einstaklinga, bæði í starfi og vinnu. Stjórnvöld þurfi framtíðarsýn fyrir menntun, frumkvöðla, sprotafyrirtæki og einnig fyrir hlutverki sínu í viðskiptalífinu. John Hawkins heldur því fram að þær þjóðir sem styðji við nýsköpun geti hlúð að hlutverki einstaklinga í samfélaginu, ekki einungis til ábata fyrir þá sjálfa heldur samfélagið í heild.

Læknaðu sárin

healing the woundsFlest fyrirtæki hafa þurft að fækka starfsfólki að einhverju marki á undanförnum mánuðum og vikum. Við slíkar aðstæður er mjög mikilvægt að hlúa vel að þeim sem eftir sitja og að byggja upp góðan starfsanda þrátt fyrir áföll. David M. Noer er höfundur bókarinnar Healing the Wounds sem fjallar um hvernig stjórnendur og starfsmenn geta byggt upp góðan vinnuanda í fyrirtæki sem hefur þurft að grípa til uppsagna.

Sú sem allt snýst um, evran

EuroÍ The Euro fjallar David Marsh um evruna allt frá hugmynd að veruleika þar sem Bretland, Bandaríkin ásamt Frakklandi og Þýskalandi hafa spilað stórt hlutverk í atburðarásinni. Bókin byggir á samtölum við þá sem hafa stýrt framgöngu evrunnar ásamt innihaldi trúnaðargagna. Í The Euro er fjallað um kosti og galla evrunnar og einnig þær hindranir sem hún hefur yfirstigið sem gjaldmiðill. Einnig er fjallað á gagnrýninn hátt um aukna erfiðleika samfara mismuni aðildarlanda í stjórnmálalegu og efnahagslegu samhengi. Góður og fræðandi leiðarvísir um gjaldmiðil sem skiptir sköpum fyrir framtíð Íslands.

Nýsköpun fyrir konur

real you incBókin Real You Incorporated er leiðarvísir fyrir konur sem vilja virkja frumkvöðlakraft sinn og læra að markaðssetja hann. Lesendur eru hvattir til að finna hjá sjálfum sér hvað þeir virkilega vilja og þrá og koma því svo í söluvænar umbúðir. Real You Incorporated gefur skýrar leiðbeiningar fyrir konur sem vilja finna góð tækifæri og ná árangri til lengri tíma

Dýrslegt eðli

animal spiritsYfirstandandi efnahagsþrengingar hafa gert það illa ljóst að mannlegir veikleikar hafa áhrif á velferð þjóða í daga. Frá blindri trú á sífellt hækkandi húsnæðisverð og trausti á fjármálamarkaði er mannlegt eðli að hafa mikil áhrif á þróun efnahagsmála um allan heim. Í bókinni Animal Spirits benda hagfræðingarnir George Akerlof og Robert Shiller á vankanta hagfræðinnar og kenninga hennar þegar kemur að því að skilja hvaða hvatir stjórna ákvörðunum fólks og sköpuðu þær aðstæður sem við búum við í dag. Í bókinni er settar fram nýjar kenningar sem munu breyta hagfræðinni til framtíðar og endurvekja hagsæld.

Næsta síða »

Um bloggið

Skuld bókabúð

Höfundur

Skuld bókabúð
Skuld bókabúð
Skuld bókabúð er fyrsta verslunin sem sérhæfir sig í sölu bóka tengdum hinum ýmsu hliðum viðskiptalífsins. Allir titlarnir sem hér er fjallað um fást í Skuld bókabúð á Laugavegi 51. Netfangið er skuld@skuld.is  Símanúmerið er: 552 0645. Heimasíða Skuldar er www.skuld.is
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Rússland Pútíns
  • managing energy risk
  • Hrunið
  • how the mighty fall
  • new gold standard

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband